Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1971, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 1971, Side 4
210 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Öðulbrúará Efstu drög Oðulbrúarár eru norðan í fjallinu Kaldbak austar- lega á heiðunum upp af Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar renna lækir í giljuin til norðausturs niður að hinni eystri meginálmu Skaftáreldahrauns, safnast í einn farveg við hraunjaðarinn og mynda Öðulbrúará. Hún rennur síðan í meginstefnu suðaustur, ýmist með hraunjaðrinum eða nokkurn spöl úti í hrauninu. Þegar vöxtur er i henni, kemst hún ofanjarðar fram í Þverárvatn og úr því um Fossála til Skaftár. En hitt mun oftar, að hún sígur öll í jörð niður, áður en hún nái að renna saman við önnur vötn. Hinn 4. ágúst 1956 kom ég ásamt fleira fólki gangandi innan af Síðuafrétti, og áttum við leið yfir Öðulbrúará í Eldhrauninu h. u. b. 3 km fyrir ofan eyðibæinn Brattland. Naumast vorum við byrjuð að svipast um eftir vaði eða stiklum, þegar fyrir okkur varð hinn haganlegasti steinbogi á ánni, og gengum við yfir á honum. Þetta er flöt spöng úr helluhrauni, fáeinir rnetrar á lengd 1. mynd. Steinbogi á Öðulbrúará 4. ágúst 1956.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.