Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1971, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1971, Blaðsíða 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 211 og breidd, nokkuð jafnþykk, um 20 cm, en hæð yfir vatnsborð aðeins um 50 cm (1. mynd). Þarna er sama hraunið, Skaftárelda- hraun, í spönginni og í öllunr bökkum og botni árinnar á löngum kafla. Þetta hraun er aðeins tæplega tveggja alda gamalt, runnið árið 1783, enda hefur ánni ekkert unnizt að grala sig niður í það. Hún á bersýnilega engan þátt í myndun þessa steinboga, heldur hefur hún valið sér leið undir hann fullgerðan. Steinboginn er að upp- runa storkuspöng yfir ál úr rennandi hraunkviku. Aður en sá hraunáll storknaði í gegn, hafði nokkuð lækkað í honum, en spöngin verið nógu traust til að haldast uppi. Verksummerki um þessu líka framvindu í storknun hrauna eru allalgeng hér á landi, og eru þar ýmsir frægir hraunhellar stærstir í sniðum. En hvergi nema þarna hef ég séð heila á renna undir berghvelfingu, sem þannig er til orðin. Ólafur Vigfússon bóndi á Þverá, næsta bæ við Öðulbrúará, hef- ur sagt mér frá tveimur öðrum steinbogum á ánni, skarnmt frá þeim, sem hér var lýst. Telur hann alla þrjá steinbogana af sömu eða mjög svipaðri gerð. Gerðisfoss í Galtalæk Galtalækur rennur austan við túnið á samnefndum bæ á Landi í Rangárvallasýslu og fellur í Ytri-Rangá. Þetta er stór lindalækur með mjög stöðugu rennsli, fáeinum rúmmetrum á sekúndu. Mest- alla leið sína rennur hann á gömlu hrauni, Þjórsárhrauni, en fellur þó loks út af því í lágum fossi nokkur hundruð metrum ofan við mynni. Fossinn, sem heitir Gerðisfoss, er þó nokkurn spöl innan takmarka hraunsins, en á kaflanum }rar á milli er hraunjaðarinn þunnur og hefur brotnað niður í lækjarfarveginum, svo að lækur- inn rennur þar í grunnri gilskoru. Hún er ekki til orðin á venju- legan hátt, þannig að lækurinn hafi sinánr saman sorfið sig niður í hraunið. Það hefur hann hvergi gert, enda er þetta helluhraun, hörð klöpp allt í gegn. En lekavatn úr læknum hefur holað undan klöppinni, unz hún brotnaði og datt niður, enda er undirlag hennar laus, sendinn melur, forn áreyri að uppruna. Mikill er munur á hörku þessara jarðlaga, hraunklappar og mels, en það er líkt með báðum, að hvorugt lieldur vatni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.