Náttúrufræðingurinn - 1971, Qupperneq 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
211
og breidd, nokkuð jafnþykk, um 20 cm, en hæð yfir vatnsborð
aðeins um 50 cm (1. mynd). Þarna er sama hraunið, Skaftárelda-
hraun, í spönginni og í öllunr bökkum og botni árinnar á löngum
kafla.
Þetta hraun er aðeins tæplega tveggja alda gamalt, runnið árið
1783, enda hefur ánni ekkert unnizt að grala sig niður í það. Hún
á bersýnilega engan þátt í myndun þessa steinboga, heldur hefur
hún valið sér leið undir hann fullgerðan. Steinboginn er að upp-
runa storkuspöng yfir ál úr rennandi hraunkviku. Aður en sá
hraunáll storknaði í gegn, hafði nokkuð lækkað í honum, en
spöngin verið nógu traust til að haldast uppi. Verksummerki um
þessu líka framvindu í storknun hrauna eru allalgeng hér á landi,
og eru þar ýmsir frægir hraunhellar stærstir í sniðum. En hvergi
nema þarna hef ég séð heila á renna undir berghvelfingu, sem
þannig er til orðin.
Ólafur Vigfússon bóndi á Þverá, næsta bæ við Öðulbrúará, hef-
ur sagt mér frá tveimur öðrum steinbogum á ánni, skarnmt frá
þeim, sem hér var lýst. Telur hann alla þrjá steinbogana af sömu
eða mjög svipaðri gerð.
Gerðisfoss í Galtalæk
Galtalækur rennur austan við túnið á samnefndum bæ á Landi
í Rangárvallasýslu og fellur í Ytri-Rangá. Þetta er stór lindalækur
með mjög stöðugu rennsli, fáeinum rúmmetrum á sekúndu. Mest-
alla leið sína rennur hann á gömlu hrauni, Þjórsárhrauni, en fellur
þó loks út af því í lágum fossi nokkur hundruð metrum ofan við
mynni. Fossinn, sem heitir Gerðisfoss, er þó nokkurn spöl innan
takmarka hraunsins, en á kaflanum }rar á milli er hraunjaðarinn
þunnur og hefur brotnað niður í lækjarfarveginum, svo að lækur-
inn rennur þar í grunnri gilskoru. Hún er ekki til orðin á venju-
legan hátt, þannig að lækurinn hafi sinánr saman sorfið sig niður
í hraunið. Það hefur hann hvergi gert, enda er þetta helluhraun,
hörð klöpp allt í gegn. En lekavatn úr læknum hefur holað undan
klöppinni, unz hún brotnaði og datt niður, enda er undirlag
hennar laus, sendinn melur, forn áreyri að uppruna. Mikill er
munur á hörku þessara jarðlaga, hraunklappar og mels, en það er
líkt með báðum, að hvorugt lieldur vatni.