Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1971, Síða 6

Náttúrufræðingurinn - 1971, Síða 6
212 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 2. mynd. Steinbogi á Galtalæk 20. ágúst 1970. Skammt fyrir neðan fossinn hverfur allur lækurinn undir hraun- ið á stuttum kafla, á að gizka 20 m. Sú hraunspöng er kölluð stein- boginn hjá Gerðisfossi (2. mynd). Spöngin nær raunar ekki alla leið ylir lækjarfarveginn. Vesturhluti hennar hefur einhvern tírna fyrir löngu fallið niður, og sér þess merki, að þar hefur lækurinn um skeið runnið óbrúaður fram hjá á flúð úr brotum af eldra steinboga. Sú urð hefur nokkuð stíflað upp lækinn og orðið til þess, að hann holaði undan hrauninu í austurbakkanum og fékk þar framrás undir núverandi steinboga. Lækurinn fyllir nú göng- in undir steinboganum alveg upp að þaki, bæði jrar sem hann hverfur inn í þau að ofan og kentur út úr þeim að neðan. En þar á milli er a. m. k. sums staðar talsvert loft undir hraunspöng- inni yfir vatnsfleti. Við vesturenda hennar má skríða og klifra þangað niður um þröngt gat, og kemur þar niður í dimrnan helli. Eftir hellisgólfinu beljar lækurinn á stórgrýti, sem ltrunið hefur úr þakinu.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.