Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1971, Side 9

Náttúrufræðingurinn - 1971, Side 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURI N N 215 árjökli. Við það hefur hún minnkað svo, að farvegur hennar undir Jökulgrindum er oft þurr, jafnvel að sumarlagi. Syðri-Ófcera Bergvatnsáin Syðri-Ófæra á Skaftártunguafrétti hverfur undir hraunhaft á stuttum kafla skammt fyrir ofan mynni Álftavatns- kvíslar. Þann steinboga hef ég ekki séð, en tek hér upp lýsingu á honum úr Ferðabók Þorvalds Thoroddsens (1914, bls. 143), sem var þarna í rannsóknaferð í júlí 1893. „Frá Álftavatni riðum við fyrst upp mosavaxnar hraunbungur að Syðri-Ófæru; rennur hún Jrar í gljúfri, er hún hefir skorið sér í hraunið, og fórum við yfir hana á steinboga, sem er mjög einkennilegur; dálítill foss er í ánni rétt fyrir ofan steinbogann og hylur undir, en hraunhaft yfir ána fyrir neðan hylinn; hverfur áin öll undir hraunhaftið og spýt- ist svo upp um margar holur fyrir neðan Jrað. Steinbogi Jjessi er 127 fet [42 m] á breidd.“ Þessi lýsing Þorvalds á steinboganum á Syðri-Ófæru gæti að mestu leyti átt við steinbogann á Galtalæk, sem lýst var hér að framan, og virðist einsætt, að hér sé um ájtekkar myndanir að ræða. í báðum tilvikum hefur vatnsfallið holað laust jarðlag undan hörðu hraunlagi. Nyrðri-Ófœra i Eldgjá Steinboginn, sem hér birtist litmynd af og er tilefni þessarar greinar, er á Nyrðri-Ófæru, Jiar sem hún fellur í fossurn ofan í Eldgjá á Skaftártunguafrétti. Um lýsingu á Eldgjá skal hér vísað til greinar í J^essu riti eftir Sigurð Þórarinsson (1955), en steinbog- anum er bezt lýst með myndinni. Hvort tveggja, gjáin og stein- boginn, er hin mikilfenglegasta myndun sinnar tegundar hér á landi, enda kemur nú orðið fjöldi ferðamanna til náttúruskoðunar í Eldgjá á liverju sumri. Helztu mál steinbogans, gerð eftir ljósmyndum og án nákvæmni, eru: lengd 18 m, minnsta Jrykkt. 2 m og mesta hæð undir hvelf- ingu 7 m. Breiddin er á að gizka 1,5—2 m. Hann er nær flatur að of'an og ágæt göngubrú á ánni að öðru leyti en því, að heldur er ógreitt að komast að honum, brött brekka upp að ganga austan

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.