Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1971, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 1971, Síða 16
220 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN augljóst er af staðháttum, að þar liafa slíkar myndanir aldrei verið til á síðastliðnum árþúsundum. í átthögum mínum, Hrunamanna- hreppi í Árnessýslu, á þetta við um tvo staði: Steinbogalæk og Steinbogamýri milli Hruna og Sólheima og aðra Steinbogamýri innan við Skipholtsfjall. Yfir Steinbogalæk lá fjölfarin leið, í tölu sýsluvega, þegar ég man fyrst eftir, og sáust þar ummerki gamalla vegabóta, m. a. brúar á læknum. Þar í sveit var haft fyrir satt, að lækurinn drægi nafn af steinboga, sem á honum hefði verið í fyrndinni. Að minnsta kosti mér — en ég Iield öllum — skildist, að það liefði verið sjálfgerður steinbogi, þvert ofan í vitnisburð staðhátta. Svo föst var þá orðin sú merking orðsins þar um slóðir. 3. En austur í Rangárvallasýslu virðist orðið steinbogi ekki enn hafa með öllu glatað hinni fyrri merkingu sinni. Þar hef ég, bæði á Landi og Rangárvöllum, heyrt það haft um heldur frumstæðar göngubrýr og jafnvel stiklur á stórum lækjum, hvort tveggja manna verk og að mestu eða eingöngu tir grjóti og torfi. Að þessu athuguðu tel ég með öllu óvíst, að nokkurn tíma hafi verið sjálfgerður steinbogi á gjánni ofan við fossinn í Brúará, en á hinn bóginn hafi hún þar snemma verið brúuð með lítilli fyrir- höfn og dragi nafn af því. En aðeins steinsnar fyrir neðan Brúarfoss er raunar enn sjálf- gerður steinbogi á ánni. Þar fylgir hún enn sömu þröngu berg- skorunni, gjánni, fyllir hana upp á barma, en rúmast þó öll í lienni. Halli farvegarins er þar minni, en þó ærið straumkast og einkum stór boðaföll með andartakshléum á milli frá fossinum fyrir ofan. Steinboginn er því nær undir göngubrúnni, sem nú er á ánni, og þó ívið ofar. Hann spannar yfir gjána milli barma henn- ar og er um 1 ýó m á lengd og 20—30 cm á breidd. Um þykktina verður ekkert sagt, því að sá ljóður er á ráði þessa steinboga, að hann er oftast allur undir vatnsborði, svo að naumast sér á hann nema í öldudölunum milli þess sem ólögin skella yfir. Áin hlýtur að hafa rúmgóða rás undir steinbogann, því að vatnsborðið er ekki neinum mun hærra ofan hans en neðan. Efni steinbogans er eflaust grágrýti, hið sama sem í báðum gjárbörmunum og foss- stallinum fyrir ofan. Þetta berg er hraun að uppruna, en jökul- rákað utan árfarvegarins og ekki yngra en frá síðasta hlýskeiði

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.