Náttúrufræðingurinn - 1971, Qupperneq 17
N ÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
221
ísaldar, því sem lauk fyrir um 70 þúsund árum. Ætla mætti, að
gjáin væri hraunsprunga, sem áin hefði víkkað; en steinboginn,
sem er óbrotin bergspöng, mælir þó gegn því. Verður því fremur
að ætla, að gjáin og boginn séu rofmyndun árinnar með líkum
liætti og nánar greinir um steinboga, sem hér verða síðar taldir.
Þessi steinbogi, sem nú er hinn eini á Brúará, er ekki til neinna
samgöngubóta og hefur sennilega aldrei verið. Heyrt hef ég þó
fyrir löngu, að ónafngreindur maður hafi eitt sinn sætt lagi og
hlaupið yfir hann, en ekki veit ég um sönnur á því.
Barnajoss i Hvítá
Milli innanverðrar Hvítársíðu og Hálsasveitar í Borgarfirði
rennur Hvítá vestur með suðurjaðri mikillar hraunbreiðu, sem
þar heitir Gráhraun, en er raunar yzti og lægsti hluti Hallmundar-
hrauns. Sunnan ár eru holt og ásar úr fornu bergi, sjálfri blágrýtis-
mynduninni, sem er elzti berggrunnur íslands. En hins vegar er
Hallmundarhraun mjög ungt, aðeins um 1200 ára samkvæmt C14-
aldursgreiningu, sem Kristján Sæmundsson (1966) fékk gerða á
gróðurleifum, sem hann fann undir því í bakka Norðlingafljóts
norður frá Surtshelli. Hallmundarhraun var því á landnámsöld á
svipuðum aldri og Skaftáreldahraun er nú, en þó eflaust miklu
snauðara að jarðvegi og gróðri, jrví að Borgarfjarðarhérað hefur
mjög farið varhluta af því, sem helzt kemur að gagni við upp-
græðslu Skaftáreldahrauns, en jrað er öskufall, moldrok og flóð
gruggugra vatna.
Hallmundarhraun ýtti Hvítá til hliðar upp úr fyrra farvegi
hennar, sem lá norðar og neðar, þangað sem hún rennur nti með
hraunjaðrinum. Núverandi árfarvegur er því jafngamall hrauninu,
hvort tveggja aðeins um tvítugt að aldatali. Samt er nú nýi farveg-
urinn orðinn að talsverðu gili, enda er á Jrví ríflegur halli og raun-
ar sýnt, að áin hefur þar enn grafið sig niðnr svo að um munar
á síðustu áratugum. í jDessu gili er Barnafoss gegnt bæjunum Gils-
bakka í Hvítársíðu og Hraunsási í Hálsasveit. Hann er nú fremur
flúð en loss, en frægur fyrir brýr og steinboga, sem þar hafa stund-
um verið á Hvítá að fornu og nýju, og ekki síður fyrir sérkenni-
legt og stórfagurt umhverli. Um Jrað hefur Guðmundur Böðvars-
son, skáld og bóndi á Kirkjubóli, ritað með miklum ágætum