Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1971, Síða 24

Náttúrufræðingurinn - 1971, Síða 24
228 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Steinboginn er úr svipuðu móbergi og fossstallurinn. Ófært mun með öllu niður að honum nema með því að síga í böndum. Ghiggafoss i Merkjá Merkjá er smáá, sem fellur ofan Fljótshlíðina í mörkurn á milli Hlíðarendakots og Múlakots. Hún er mörgum kunn af mjög sér- kennilegum fossi, sem blasir við af alfaraleið. Hann er nú oftast nefndur Gluggafoss (fremur en Merkjárfoss). Raunar eru fossarnir tveir, en skammt á milli (7. rnynd). Neðri fossinn er breiður, en ekki margar mannhæðir, fellur franx af blágrýtislagi niðri við hlíðarrætur. En efri fossinn er margfalt hærri, á að gizka 40—50 m, mjór og snarbrattur. Líklega á nafnið Gluggafoss við hann einan. í hlíðarbrúninni er blágrýtislag, sem fossinn fellur fram af. En nær allur fossstallurinn þar fyiir neðan er úr fornlegu nxolabergi, hörðu og þéttu, sem helzt líkist hörðnuðum jökulruðningi, en er þó nokkuð lagskipt. í því liggja eitt eða tvö þunn blágrýtislög, sem gætir lítið tilsýndar. Gluggafoss hefur tekið allmiklum breytingum síðan ég sá hann fyrst, 1929. Mitt minni hrekkur skanxmt til að greina frá þeim breytingum, og verður hér meira stuðzt við munnlegar frásagnir staðkunnugra Fljótshlíðinga, einkum Soffíu Túbals Irá Múlakoti, og Ijósmyndir, gamlar og nýjar, sem hún hefur sýnt mér. Breyt- ingarnar á fossimmx urðu mestar næstxx mánuði og misseri eftir vikurfallið mikla í byrjun Heklugoss 29. marz 1947. Fram til þess tíma sá lítið á efra helming Gluggafoss. Neðan frá miðju og upp undir brún var fossinn að mestu falinn á bak við lóðrétt bergþil, fastvaxið í gilveggina báðum megin ár. Þetta þil var varla nema fá fet á þykkt, en á að gizka 15—20 m hátt. En göt voru á því, ein þrjú eða ljögur hvert upp af öðru, og inn um þau sá í hvítan fossinn í dimmri berggeil á bak við. Þetta eru glugg- arnir, sem fossinn dregur nafn af. Út um neðsta gluggann fellur fossinn loks óhulinn í hárri bunu niður í hyl. Eitthvað var þröngt um ána í fossgeilinni bak við bergþilið, og virðist svo, sem hún liafi átt það til að lxálfstíflast neðan til í geilinni, þvx að stundum fossaði einnig út um hina efri glugga. Af þeim sökum voru ára- skipti að xitliti fossins.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.