Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 27
NÁTTÚRUFRÆÐING U RINN 231 8. mynd. Steinboginn á Stekkatúnsgili 1968. Horlt út úr gilmynninu undir bogann vestur yíir Hvítá. — Ljósm. Davíð Guðnason. boginn liggur yfir mynni lækjargilsins tæpast á gljúfurbarminum. Gatið undir hann er li. u. b. 3 m á hæð og 31/9 m á breidd, en sjálfur er hann naumast meira en metri á Jaykkt og breidd. Það er nokkuð óvenjulegt um þenna steinboga, að hann virðist engu síður verk Hvítár, sem rennur fram Jijá honum, en lækjar- ins, sem undir hann rennur. Þess sjást merki, að áður en steinboginn varð til, var þar hlykk- ur á lækjargilinu til norðurs, og hefur það þá opnazt í árgljúfrið nokkrum metrum ofar en nú. Þessi gamli, fremsti kafli gilsins, sem lækurinn hvarf úr, er nú aðeins grasivaxin laut, helmingi grynnri en núverandi lækjargil. En þær aldir, sem lækurinn rann nyrðri leiðina, hafa bæði hann og Hvítá víkkað farvegi sína, svo að bilið milli hlykksins á gilinu og árgljúfursins mjókkaði. Loks brotnaði gat á haftið, sem skildi, og lækurinn stytti sér leið í gegn- um Jtað. Þá jókst hallinn á farvegi hans, svo að gilgröfturinn örvað- ist og gatið stækkaði. En spöngin yfir J:>að tollir enn uppi, eins og sjá má á 8. mynd.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.