Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 235 2. mynd. I’löntur með aðalútbreiðslu syðst á landinu (Mýrdalstegundir). — Iíross aftan við tegundarnafnið merkir að um aðalútbreiðslu sé að ræða, þ. e. örfáum fundarstöðum, sem liggja langt utan við aðalútbreiðslusvæði tegundar- innar, er sleppt. Fig. 2. Plants with rnain distribution in thc extreme south. — A cross ajter the plant name indicates that some records lying far outside the main distribution of the plant have been left out. hjálmgras (Galeopsis tetrahit), safastör (Carex diandra), ginhafri (Arrhenatherium elatius) og knjápuntur (Sieglingia clecumbens). Hér mætti e£ til vill bæta við kúmeni (Carum carvi), sem mun óvíða eins algengt í úthaga og á nefndu svæði. Alls 10 tegundir. Tvær fyrstnefndu tegundirnar, selgresi og giljaflækja, finnast svo til eingöngu á Mýrdalssvæðinu, nema hvað selgresið vex á stöku stað við jarðhita í öðrum landshlutum, og giljaflækjan á örfáum stöðum við bæi. Munkahetta, stúfa, garðabrúða og garðah jálmgras hafa allar mjög líka útbreiðslu, sem nær yfir lágsveitir Suðurlands, allt að Faxaflóa í vestri og A.-Skaftafellssýslu í austri, en eru þó langtum algengastar á miðju þess svæðis eða undir Mýrdals- og Eyjafjalla- jöklum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.