Náttúrufræðingurinn - 1971, Síða 36
240
N ÁTTÚ R UFRÆÐINGURINN
3. Plöntur með aðalutbreiðslu á Suðvesturlandi
(Suðvesturlandstegundir).
Allmargar tegundir háplantna hafa meginútbreiðslu á svæðinu
frá Mýrdalssandi að Breiðafirði, að meðtöldu Snæfellsnesi og
Reykjanesskaga, þ. e. á loftslagssvæðum IV, 2 og V og sumpart
einnig á III, 2. Nokkrar þeirra hittast einnig á Austfjörðum og
Vestfjörðum, og jafnvel á Norðurlandi sem sjaldgæfir slæðingar.
Aðalútltreiðslusvæði þessara tegunda, IV, 2, hefur tiltölulega haf-
rænt loftslag með hlutfallstölunum 100—200. Úrkoma er allmikil
á svæðinu, um eða yfir 1000 mm. Vetur eru yfirleitt mildir, meðal-
hiti kaldasta mánaðarins um eða undir f'rostmarki, og sumarhiti
yfir 10 gráður. Svæðið er ylirleitt snjólétt og snjór liggur ekki að
staðaldri á vetrum. Á III, 2 eru hafrænutölur frá 50—100, úrkoma
500—1000, meðalliiti kaldasta mánaðarins undir frostmarki, og
5. mynd. Plöntur með aðalútbreiðslu á Suðvesturlandi. I.
Fig. 5. Plants with main distribution in Southwest-Iceland. I.