Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 37
NÁTTÚRUl'RÆÐINGURINN
241
• Crassula aquatica
■ Polygonum amphibium
G. mynd. Plöntur með aðalútbreiðslu á Suðvesturlandi. II. Vatna-plöntur.
Fig. 6. Planls with main distribution in SW-Iceland. II: Aquatic plants.
sumarhiti yíir 10 gráður. Svæðið getur ekki talizt snjóþungt, en
snjór liggur þó að staðaldri yfir háveturinn á sumum hlutum þess.
Til Suðvesturlandstegundanna verða hér taldar: Gullkollur
(Anthyllis vulneraria), blóðkollur (Sanguisorba officinalis), mýra-
ertur (Lathyrus palustris), grástör (Carex flacca), blátoppa (Ses-
leria coerulea), grámygla (Gnaphalium uliginosum), lambaklukka
(Cardamine hirsuta), flóajurt (Polygonum persicaria), skurfa (Sper-
gula arvensis), flóðapuntur (Glyceria fluitans), vatnalaukur (Isoetes
lacustris), tjarnalaukur (Littorella uniflora), vatnsnafli (Hydroco-
tyle vulgaris), vatnsögn (Crassula aquatica) og tjarnablaðka (Poly-
gojium amphibium). Alls 15 tegundir.
Það vekur strax athygli, hve mikill hluti Suðvesturlandstegund-
anna eru vatnaplöntur eða að einhverju leyti bundnar við vötn
og tjarnir, og nokkrar einnig að miklu eða öllu leyti bundnar við
heitt vatn (jarðhitasvæði). Eiginlegar vatnaplöntur eru: Vatnalauk-
ur, tjarnalaukur, vatnsögn, tjarnal)laðka, en vatnsnafli og flóða-
puntur eru einnig að mestu bundnar við rennandi vatn. Vatns-
16