Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 40
244 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 4. Plöntur með aðalútbreiðslu á Vesturlandi, Vestfjörðum, utan- verðu Miðnorðurlandi og Austfjörðum (Vestfjarðategundir). Hér er um að ræða stóran hóp plantna, sem hefur aðalútbreiðslu á vesturparti landsins, einkum á skögunum: Reykjanesskaga, Snæ- fellsnesi og Vestfjarðakjálkanum. Flestar þeirra finnast einnig á skögunum á Miðnorðurlandi, einkum beggja megin Eyjafjarðar, og margar einnig á Austfjörðum, og fáeinar eru dreifðar um alla strandlengjuna umhverfis landið. Ef litið er á útbreiðslumörkin, virðist jrvi vera erfitt að kenna þessar tegundir við nokkurn ein- stakan landshluta, en sé tíðleikinn einnig tekinn með í reikning- inn, kemur í ljós, að þær eru hvergi eins algengar og áberandi og á Vestfjörðum, enda eru Vestfirðir eina stóra landssvæðið, þar sem þær er allar að finna. Því virðist eðlilegt að kenna þær við þann landshluta. Vestfjarðategundirnar spanna mjög vítt svæði og þar af leiðandi ▲ Carex adelostoma • Stellaría calycantha 9. mynd. Vestfjarðategundir. I. Tegundir, sem vaxa eingöngu á Vestfjörðum eða á Vestfjörðum, Snæfellsnesi, Mið-Norðurlandi og Austfjörðum. Fig. 9. Plants of the Weslern Fjords. I.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.