Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 44
248 NÁTTÚ RUFRÆÐIN G U RIN N breiðslu þessara byrkninga umhverfis landið eru á vestanvexðu Norðurlandi (Skaginn og Vatnsnes), Norðausturland og Suðaustur- og Miðsuðurlandið. A£ þessum svæðum eru Skagi og NA-land það lítið könnuð grasafræðilega, að alls ekki er útilokað að margir þeirra eigi eftir að koma í leitirnar þar. Um S- og SA-landið gegnir öðru máli, enda er líklegast að þar séu loftslagsþættir, sem takmarka útbreiðsluna. Nokkrir af nefndum byrkningum eru augljóslega bundnir við snjóþung svæði. Má þar nefna t. d. allar jafnategundirnar, skjald- burkna, skollakamb, þúsundblaðaburkna o. fl. Þessar tegundir eru flestar sígrænar og þurfa að líkindum á snjóskýli að halda, til að varðveita blöð sín óskemmd yfir veturinn. Annað áberandi einkenni kemur fram í vaxtarstöðum margra byrkninga norðanlands og vestan, nefnilega það fyrirbæri, að þeir virðast sækjast eftir að vaxa í hraungjám og -bollum. Þannig vaxa þrílaufungur, þríhyrnuburkni og skjaldburkni f hraungjám allt 13. mynd. Vestfjarðaplöntur. V. Fig. 13. Plants of ihe Weslern Fjords. V.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.