Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 48
252 NÁTTÚ RU FRÆÐIN G U R1 N N a. Rosa spinosissima ----Ranunculus auricomus x Rosa afzeliana ----Saxifraga aizoon 15. mynd. Sjaldgæfar plöntur. Fig. 15. Rare plunts. inu að dæma. Þess er að gæta, að um 10—15 þessara tegunda eru mjög sjaldgæfar, koma aðeins fyrir á einum eða fáeinum stöðum, og þarf staðsetning þeirra ekki að benda til verulegrar sæleitni. Hitt er einnig jafnljóst, að margar íleiri tegundir hafa sæleitna útbreiðslu, þótt þær séu hér ekki taldar sökum skorts á heimild- um um útbreiðslu þeirra. Er þar einkum um að ræða svonefndar algengar tegundir, þ. e. tegundir, sem eru algengar á vissum svæð- um landsins, einkum þó á Miðnorðurlandi, þar sem útbreiðsla plantna hefur verið bezt könnuð, og taldar eru af þeim sökum algengar í Flóru íslands, enda þótt þær geti verið sjaldgæfar eða vantað alveg í öðrum landshlutum og jafnvel í afskekktari hlutum Norðurlands. Vegna þessarar einkunnar í Flóru, hafa menn ekki gætt þess að skrásetja þessar tegundir nákvæmlega, og er því erfitt unr gerð útbreiðslukorta fyrir þær. Athuganir, sem gerðar hafa verið á út- breiðslu plantna við Eyjafjörð, sýna þó eindregið, að margar þess- ara tegunda hafa viss útbreiðslumörk inn á við eða út á við í hér-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.