Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 65

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 65
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 269 son, Jón B. Sigurðsson, Kristján Sæmundsson, Ólafur B. Guðmundsson og Þor- leifur Einarsson. Þátttakendur í fræðsluferðum urðu alls um 460 og hafa ekki orðið fleiri áður. Útg'áfustarfsemi Af tímariti félagsins, Náttúrufræðingnum, komu út á árinu tvö tvöföld liefti, 3.-4. liefti árgangsins 1968, 100 bls., og 1.-2. hefti árgangsins 1969, 128. bls., eða alls 228 bls. Ritstjóri var Óskar Ingimarsson, bókavörður, en afgreiðslu- maður Stefán Stefánsson, hóksali, Laugavegi 8, svo sem verið liefur um árabil. Verðlaun Félagið veitti að venju verðlaun fyrir beztu úrlausn í náttúrufræði á lands- prófi miðskóla. Verðlaun hlaut að þessu sinni Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, Hagaskóla, Reykjavík. Náttúruverndarstarfsemi Náttúruverndarnefnd félagsins starfaði vel á árinu. Nefndin stóð fyrir og ann- aðist Náttúruverndarsýningu, sem sett hafði verið upp á vegum British Council í Bretlandi. Hún var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns 5. febrúar 1969, og var opin þar til 16. febrúar. Síðan var hún sett upp í Hagaskóla og Menntaskól- anum í Reykjavík. Sýningin var einnig send til Akureyrar og sett upp á vegum Náttúrugripasaínsins þar. Eftir sýninguna þar voru stofnuð náttúruverndar- samtök á Norðurlandi, og var stofnfundur þeirra haldinn að Laugum í Reykja- dal i júlí. Alls sóttu um 3000 manns sýninguna. Félagið stendur í sérstakri þakkarskuld við Þór Magnússon, þjóðminjavörð, er léði félaginu Bogasal endurgjaldslaust, og Óttar Möller, lramkvæmdastjóra Eimskipafélags lslands, en sýningin var flutt landa á milli með skipum félagsins endurgjaldslaust. Þá stóð nefndin og stjórn félagsins að ráðstefnu um landgræðslumál ásamt Æskulýðssambandi Islands í Norræna húsinu dagana 12.—13. apríl. Ráðstefnan heppnaðist vel og upp af henni spratt stofnun landgræðslu- og náttúruverndar- samtakanna Landverndar. Að atiki stóð félagið ásamt Æskulýðssambandinu að útgálu bæklings um land- græðslu og gróðurvernd, og var iitgáfa þessi styrkt af landbúnaðarráðuneytinu, Náttúruverndarráði og Landgræðslu ríkisins. Bæklingnum, sem er vel mynd- skreyttur, var dreift í unglingaskólum landsins. Þá undirbjó nefndin útgáfu tveggja náttúruverndarfrímerkja í tilefni af nátt- úruverndarárinu 1970. Frímerkin munu koma út í ágúst 1970. Þakkar félagið Póst- og símamálastjórninni skilning á málinu og velvilja. Fjárhagur Félagið fékk 50.000 kr. styrk af fjárlögum til starfsemi sinnar, og rann hann allur til útgáfu Náttúrufræðingsins. Reikningar félagsins og sjóða, sem í vörzlu þess eru, fara hér á eftir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.