Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 48
170 N ÁTTÚRUFRÆÐI NGURINN Agnar Ingólfsson: Ný fjörumarfló (Orchestia gammarella (Pallas)) fundin á Islandi Hinn 22. maí 1971 var ég að lniga að fjörulífi við Hvassahraun á Vatnsleysuströnd, Gullbringusýslu. Af rælni velti ég við steini í grasi rétt ofan fjörunnar og kom þá í ljós nokkuð stórvaxin, gulleit marfló. Vakti það sérstaka athygli mína, að marfló þessi stóð á gang- fótum sínum, en lá ekki á hliðinni eins og marflóa er vandi, þegar þær eru ekki á sundi. Ennfremur tók þessi marfló fljótlega undir sig mikið stökk. Að visu er ein algeng fjörumarfló hérlendis — Hyale nilssoni —, sem gengur á réttum kili og stekkur mikið, en sú tegund er talsvert minni en það eintak, sem ég hafði nú fyrir aug- urn, auk þess sem hún á heima í fjörunni sjálfri, en ekki rétt ofan hennar. Ég velti nú við fleiri steinum og kom í ljós, að marfló þessi var algeng á svæðinu. Var hana að finna þarna kringum og rétt neðan við venjuleg stórstraumsflóðmörk, en á því svæði er sjávarfitjungur (Puccinellia maritima) og túnvingull (Fesluca rubra) ríkjandi þarna. í grasinu er einnig að finna talsvert af mjög smá- vöxnu dvergþangi (Pelvetia canaliculata). Ekki er þó marflóin bund- in við grasið, því hana var einnig að finna þar sem grýtt var og þá í svipaðri hæð og í grasinu, en alls staðar var hún undir steinum. Ég tók með mér nokkur eintök af marflónni og kom í ljós við nánari athugun, að um var að ræða tegundina Orchestia gammar- ella (Pallas). Fannst mér fundurinn allmerkur, þar sem tegundar- innar er ekki getið í yfirlitsriti yfir íslenzkar marflær (Stephensen 1940), en höfundur telur, að fáar marflóartegundir hafi verið ófundnar á Islandi, er hann tók saman ritið. Hins vegar fór flóin fljótlega að finnast víðar eftir fundinn í Hvassahrauni. Nokkrum vikum síðar fann ég eitt eintak undir steini í grasi rétt ofan fjöru í Straumi sunnan Halnarfjarðar. Þá fann Einar Árnason líffræðingur tvö eintök ofarlega í sendinni fjöru við Skansinn í Vestmannaeyjum hinn 7. ágúst sama ár. Hinn 17.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.