Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 49

Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 49
N ÁTTÚRU FRÆÐINGURINN 171 1. mynd. Orchestia gam- marella (Pallas), karldýr. Hinir stuttu fremri þreif- arar greina þessa tegund frá öllum öðrum íslenzk- um marflóm. Úr Stephen- sen (1928). ágúst 1972 rákust svo ég og fleiri á tegundina við Grindavík. Var mikið af flónni undir steinum í vegjaðri, þar sem vegurinn liggur yfir suðausturhorn Hópsins. Var flóin þarna nokkru yfir venjuleg- um stórstraumsflóðmörkum, en ekki var það mælt nánar. Að lok- um fundu líffræðinemar við Háskóla íslands eitt eintak undir steini í Bákkatjörn á Seltjarnarnesi hinn 4. október 1973. Bakka- tjörn er nú orðin hálffersk. Selta hefur verið mæld fimm sinnum í tjörninni í september og október á árunum 1971—1973 og reynd- ist hún að meðaltali vera 5.7%c, mest 9.3%«, en minnst 3.0%c. Síðar kom í ljós, að fundurinn við Hvassahraun var raunar ekki sá fyrsti hérlendis. 1 hinu mikla sjávardýrasafni Jóns Bogasonar rannsóknarmanns er að finna nokkur eintök af þessari rnarfló, sem Jón tók í Fossvogi í Reykjavík hinn 26. apríl 1968. Telur Jón flóna hafa verið nokkuð algenga í innanverðum voginum, einkum ofan við flakið af togaranum, sem liggur neðan kirkjugarðsins í voginum sunnanverðum, og veitti hann flónni fyrst athygli einu eða tveimur árum áður en ofangreind eintök voru tekin. Þrátt fyrir það, að ég hafi gluggað talsvert í Fossvogsfjörur undanfarin ár, hef ég ekki enn rekizt á Orchestia gammarella þar, og er engu líkara en hún sé nú horfin þaðan. Mynd 2 sýnir útbreiðslu Orchestia gammarella á Islandi eins og hún er nú kunn. Fr útbreiðsla flóarinnar áþekk útbreiðslu nokk- urra annarra fremur suðrænna (boreala) fjörulífvera, t. d. sagþangs (Fucus serratus) og sölvahrúts (Ligia oceanica). Þó eru varla öll kurl komin til grafar enn, og virðist fremur sennilegt, að útbreiðslu- svæði tegundarinnar eigi eftir að stækka eitthvað við frekari könn- un. Útbreiðslusvæði Orchestia gammarella utan íslands nær frá norð-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.