Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 10
4
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Flest sambýli eru fest við undirlagið með renglum, sem venju-
lega eru mjóir, greinóttir þræðir, stundum vaxnir í eina plötu,
grunnplötu. Frá renglum vaxa ýmist einstakir separ, eða stofnar
með mörgum sepum, skúfar (hydrocaulus). Separnir eru oftast á
stilkum, sepastilkum.
Vaxtarlag sambýla er á marga vegu. Tvær megingerðir eru (1)
skriðult form, þar sem einstakir separ vaxa upp frá renglunum,
og (2) uppréttur stofn, skúfur, oft greindur. Báðar þessar gerðir
eru mjög breytilegar.
I. Skriðult form. Renglur geta verið (1) allar fastar við undir-
lagið, (2) að hluta lausar frá undirlagi (renglustofn, rhizocaulus),
og þá ýmist (a) separ á öllum renglunum, eða (b) aðeins á ákveðn-
um hluta þeirra.
II. Skúfur. Um tvær megingerðir er að ræða, eftir því hvernig
vöxtur fer fram. (1) Möndulgreindur skúfur (möndulskúfur). (a)
Með endastæðum sepa og vaxtarsvæði við grunn hans, þ. e. sepi,
sem upphaflega mynclast á renglum, vex beint upp og myndar
stofn. Með vissu millibili myndast gimar (knappskot), sem á sama
hátt vaxa áfram og mynda greinar með endastæðum sepa. (b) An
endastæðs sepa, stofn og greinar með endastæðum vaxtargima. Báð-
ar þessar gerðir mynda sambýli með mjög greinilegum megin-
stofni og greinar út frá honum. (Dæmi: Abietinaria, Dynamena).
(2) Raðgreindur skúfur (runuskúfur). Hver sepi hefur takmarkað-
an vöxt. Þegar fullum vexti er náð, myndast gimi við grunn sep-
ans, og heldur hann áfram að vaxa, þar til vissri lengd er náð.
Þannig myndast runa (sympodium) af einstaklingum. Stundum
myndast tveir gimar við einn sepa, og orsakar það greint sambýli.