Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 36
30
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
öskulag og í því eru einnig birkistoiinar og greinar. Þetta er sýnið
Dalbær III, sem er 1.39—1.40 m ofan við yfirborð hraunsins. Þessi
aska er grófari en í neðra laginu og á köflum næstum vikurkennt.
Hugði ég þetta vera Hekla III í öskulagatímatali Sigurðar, en svo
mikið ber nú á milli um aldur samkvæmt C14 aðferðinni, að sú
spurning vaknar, hvort þessi aska sé ekki komin annars staðar að,
enda þótt hún sé bergfræðilega lík Hekluösku (Jens Tómasson,
pers. upplýsingar). Endanleg úrlausn þessa máls verður að bíða,
enda ekki ætlun mín í þessari grein að fara út í öskulagafræði
sérstaklega, heldur aðeins að koma á framfæri niðurstöðum, er
orðið gætu öðrum að gagni við rannsóknir, þar sem aldursákvarð-
ana er þörf. Dalbær IV eru gróðurleifar teknar strax neðan við
malar- og sandlag, sem er í rofinu nær miðju og vitnar um hlaup
í Skaftá endur fyrir löngu. Eru hlaup í henni því engin nýlunda,
enda þótt þau hafi orðið tíðari á seinni árum.
Af því, sem hér hefur verið sagt má draga þá ályktun, að Eld-
gjárhraun það, er hér um ræðir, geti ekki verið yngra en 5000
ára, en engan veginn ósennilegt, að það sé um 5200 ára gamalt.
HEIMILDARIT
Jónsson, Jón, 1972: Hraun í Skaftafellsþingi. (Óprentað handrit).
— 1973: Sundhnúkahraun við Grindavík. Náttúrufr. 43: 145—153.
— 1974a: Óbrinnishólar. Náttúrufr. 44: 109—119.
— 1974b: Sandfellsklofagígir og Hraunhóll. Náttúrufr. 44: 186—191.
— 1974c: Reykjafellsgígir og Skarðsmýrarhraun á Hellisheiði. (Óprentað
handrit).
Sœmundsson, Kristján, 1962: Das Alter des Nesjalava (SW-Island). Neues Jahr-
buch fiir Geologie u. Paleontologie. MH. 12: 650, Stuttgart.
Þórarinsson, Sigurður, 1971: Aldur ljósu gjóskulaganna úr Heklu sanakvæmt
leiðréttu geislakolstímatali. Náttúrufr. 41: 99—105.