Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 40
34
NÁTTÚRUFRÆÐI NGURINN
2. mynd. Botnsýnastöðvar, liryggurinn út aí Breiðafirði og jökulrákir (örvar)
umhverfis Breiðafjörð. Dýptarlínurnar eru eftir sjókorti frá Sjómælingum ís-
lands frá 1971 (Hafsbotninn umhverfis ísland), en jökulrákirnar eftir Jarð-
fræðikorti af íslandi eftir Guðmund Kjartansson frá 1968 og 1969. — Grab
sampling stations in relation to the riclge crest. Glacial striations around Breida-
fjördur shown as arrows.
skeiðum ísaldar hafi jökttll hulið landið að mestu. Einstaka fjöll
munu sennilega hafa staðið upp úr sem jökulsker. Mjög víða við
strendur landsins og jafnvel á eyjum nokkuð frá landi (t d. Gríms-
ey) er að finna jökulrákir, sem sýna skriðstefnu jökla út af núver-
andi landi og út á landgrunnið.
Sjávarborð var allmiklu lægra á jökulskeiðum ísaldar en nú er.
Talið er að lækkun sjávarborðs hafi numið 100—150 m í heims-
höfunum þegar útbreiðsla jökla var mest og þeir bundu í sér mest
vatnsmagn. Nú verður að reikna með að botninn hafi risið eitthvað
eftir ísöld, ef jökull hefur legið á honum, þannig að gera má ráð
fyrir að þurrt hal'i verið a. m. k. niður á núverandi 100 m dýpi
(Þorleifur Einarsson 1967 og 1968, Hoppe 1967).
Til að mynda jökulgarð á 250 m dýpi út af Breiðafirði hefði því
ekki þurft mjög þykkan jökul, e. t. v. ekki meir en 100—200 m
þykkan. Þar sem landgrunnið er breitt og flatt ættu að geta fundist
garðar, sem ýst hafa upp fyrir áhrif jökultungna, en þar sem það
er mjótt og bratt hefur jökullinn sennilega kelft í sjó fram áður