Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 37 Hjálmar R. Bárðarson: Sambýli kríu og teistu Umhverii dýra í náttúrunni hefur að sjálfsögðu mikii áhrif á hegðun þeirra, engu síður en umhverfi hefur áhrif á lífsvenjur manna. En umhverfi er ekki aðeins landslag, gróður og veðurfar. Dýr á sama svæði eru á ýmsan hátt háð hvert öðru, og hafa því eins og kunnugt er oft mikil gagnkvæm áhrif hvert á annað. I’ess vegna getur oft verið fróðlegt að veita athygli þáttum í sam- býli mismunandi tegunda dýra og aðlögun þeirra hvers að annars háttum, eða not þeirra hvert af öðru, m. a. sem bráð, til verndar gegn öðrum dýrum, eða til annarra nota. í júlímánuði 1973 átti ég þess kost að kynnast einu slíku dæmi, sem vera má að gæti verið til fróðleiksauka, þar eð mér skiist, að ekki hafi verið áður gerð grein fyrir þessum þætti í sambýli teistu (Cepphus grylle) og kiíu (Sterna paradisaea) í rituðu máli. í Æðey í ísafjarðardjúpi er mikið og fjölskrúðugt fuglalíf, og rnunu um 23 tegundir íslenzkra fugla verpa þar, þótt oft sé þar aðeins eitt par sumra tegundanna. Þar er mikið af bæði kríu og teistu, og liafa þessar fuglategundir helgað sér nokkuð afmörkuð svæði, hvor tegundin um sig. Krían verpir mest á hólum og hæðum nálægt sjó, og hefur sín hreiður á harðbala eða í grasi. Teistan býr sér að venju helzt hreiður í stórgrýti eða grasi grón- um urðum, þar sem hún getur komið sér fyrir í holum neðan jarðar, án þess að þurfa að grafa sér holur í moldarbörð, eins og lundinn gerir, enda er teistan ekki eins vel fær unr að grafa holur eins og lundinn. Teistan er þó ekki síður fimur sundfugl og getur kafað langar leiðir og farið hratt, enda notar hún vængina til sundsins. Hún er því mun færari til að afla sér fæðu í sjó en t.d. krían. Ungarnir heimta sinn mat í uppvextinum og þurfa mikið. Foreldrarnir eru því önnum kafnir við að afla fæðu, og bæði kría og teista lifa mest á smásílum. í Æðey færir krían sér greinilega í nyt sambýlið við teistuna til að afla sér fæðu. Krían er flugfimur fugl, og hefur þar yfir-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.