Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 57
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 47 undir eru algengar móaplöntur um mestallt land. Enn aðrar teg- undir sem ekki hafa vaxið hér til skamms tíma hafa á síðari árum borist með mönnum, þannig vex núorðið töluvert af snarrótarpunti (Deschampsia caespitosa) kringum Hornbjargsvita í Látravík. Þá er að geta þess (sbr. Ingólf Davíðsson, 1937), að í klettahlíð mót suðaustri við Hesteyrarfjörð vex hlíðaburkni (Cryptogramma crispa), sárasjaldgæf burknategund, sem aðeins hefur fundist á einum stað öðrum á landinu, en sá staður er svo sem ekki langt undan, því hann er rétt utan við Grímshamarskleif á Snæfjalla- strönd og vex þar allmikið af þessum fágæta burkna. Þeir sem hugað hafa að plöntum og gróðri á Norðvesturlandi hafa fyrir löngu veitt því eftirtekt, að fjöll eru þar minna gróin ofanverð en í flestum öðrum landshlutum (sbr. Steindór Steindórs- son, 1946). Einkum á þetta við á Hornströndum og í Jökulfjörðum, en þar nær samfelldur gróður varla nokkurs staðar hærra upp eftir hlíðum en í 3—400 m hæð, en þar fyrir ofan taka við hálfberir melar, skriður og klettar þar sem aðeins vaxa einstaka plöntur á stangli. Suðvestan í Kálfatindi á Hotnbjargi eru þó samfelldar jurtastóðsbreiður upp í 530 m hæð og veit ég ekki til að samfelldur gróður nái nokkurs staðar jafn hátt upp, hvað þá hærra, á þessu svæði. Eins og gerist sums staðar á útskögum norðanlands og aust- an, þá vaxa ýmsar fjallaplöntur hér niður á láglendi og jafnvel á stöku stað alveg niður á sjávarbakka, enda geta fannir legið hér óbráðnar niðri í fjöru langt fram eftir sumri, eins og áður er getið. Tegundir þær sem hér vaxa til fjalla eru víðast hinar sömu og annars staðar á landinu og vaxtarstaðir áþekkir, aðallega melar, en einnig lautir og klettasyllur. Grasategundirnir fjallapuntur (Deschampsia alpina) og fjallasveifgras (Poa alpina) eru mjög al- gengar, einnig axhæra (Luzula spicata) og fjallhæra (Luzula ar- cuata), melskriðnablóm (Cardaminopsis petraea), fjallafræhyrna (Cerastium arcticum), sem er hér enn algengari til fjalla en músar- eyra (Cerastium alpinum), jöklasóley (Ranunculus glacialis) og dvergsóley (Ranunculus pygmaeus), ólafssúra (Oxyria digyna), ýmsir steinbrjótar, svo sem þúfusteinbrjótur (Saxifraga caespitosa), vetrarblóm (Saxifraga oppositifolia), lækjasteinbrjótur (Saxifraga rivularis), stjörnusteinbrjótur (Saxifraga stellaris) og dvergstein- brjótur (Saxifraga tenuis). Lambagras (Silene acaulis) og melasól
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.