Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 4
er einkum sú að stutt er síðan farið var að fylgjast náið með hræringum og breytingum við eldstöðvar og því urn ung vísindi að ræða. Þeir atburðir er undanfarna mán- uði iiafa skeð og enn eiga sér stað á Norðausturlandi eru frá jarðvísinda- legu sjónarmiði einstakir í tíð núlif- andi manna. Þeir varpa á vissan hátt nýju Ijósi á landrekskenninguna svo- nefndu og hafa orðið lyftistöng fyrir rannsókn eldfjalla hér á landi. Hefur sennilega í fyrsta skipti í sögu jarð- vísindanna nú tekist að mæla landrek á gliðnunarbelti með beinum athug- unum. Auk þessa hafa jarðhræringar sjald- an vakið eins mikla almenna athygli undanfarin ár á íslandi eins og hér hefur orðið raunin á. Veldur þar mestu nálægð virka svæðisins við byggð, svo og miklar virkjunarfram- kvæmdir við Kröflu. Þar er nú verið að reisa 60 megavatta raforkustöð er nýta á jarðgufu til orkuframleiðslu. Þegar ör þróun alburða á sér stað er ávallt álitamál hvenær tímabært er að taka jtá saman á prenti og hvenær gera á tilraun til að öðlast heildar- mynd af jreim. Sé skýrsla skrifuð of fljótt er hætta á að hún verði úrelt vegna nýrra upplýsinga og margir hlutir hljóta þá að fá ófullnægjandi afgreiðslu. Sé aftur á móti dregið of lengi að skrifa samantekt um atburði sem jjessa, vill margt gleymast og mikilvæg gögn liggja ótúlkuð og óað- gengileg öðrum til úrvinnslu og fróð- leiks. Hér hefur verið valin sú leið að taka saman flest jrau gögn er safnast liafa á undanförnum mánuðum urn hræringar á Kröflu-Námafjallssvæði. Tilraun er gerð til að setja þau i sam- hengi og fá þannig heildarmynd af atburðum síðustu mánaða. Ekki verð- ur gerð tilraun til að skrifa almennt um jarðlræðilega og jarðeðlisfræði- lega uppbyggingu Kröflu- og Náma- fjallssvæðis, né um gufuöflun fyrir Kröfluvirkjun. Áhersla er einkum lögð á jarðfræðilegar breytingar og hræringar á svæðinu er orðið hafa í kjijlfar eldgossins í Leirhnjúk í des- ember 1975 Ágrip af jarðfrœði og gossögu Kröfl u-Ná m afja Ussvœð is Eíiir Atlantshafinu endilöngu ligg- ur virkt jarðskjálftabelti, svokallaður Miðatlantshafshryggur. Flestir jarð- skjálftar sem verða á Atlantshafi eiga upptök sín á Jjessum lirygg, svo og Jrau eldgos, er orðið hefur vart við neðansjávar á Jressu svæði. Samkvæmt hugmyndum flestra jarðvísindamanna er Jressi hryggur mót tveggja platna í jarðskorpunni, Evrópuplötunnar svo- nefndu og Ameríkuplötunnar. Á mörkum [ressara platna kemur stc'jð- ugt upp nýtt efni úr iðrum jarðar og myndar nýtt land eða nýjan sjávar- botn. Evrópuplatan mjakast við Jjetta til austurs en Ameríkuplatan til vest- urs um 1 cm á ári að meðaltali. Þessi hreyfing platnanna eða landrek eins og Jtað hefur verið nefnt, verður sennilega í rykkjum eða stökkum, en á sér ekki stað jafnt og Jtétt. Eitt slíkt tímabil örrar gliðnunar á sér nú stað á Norðausturlandi. ísland er staðsett á miðjum Jressum lirygg og má glöggt sjá framhald ltans á landinu sjálfu. í gegnum ísland endilangt frá suðvestri til norðaust- 178

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.