Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 12
gufugos fylgdi hraungosinu en virkni dvínaði strax á þriðja degi. Á 3. mynd, sem tekin er úr flugvél, sést vel yfir hraunstrauminn. Gufu-, gjall- og leir- gos varð einnig á einum gíg sunnar nálægt nyrðri gígunum frá desember 1975. Samfara þessu gosi varð einnig mikil skjálftavirkni og sprunguhreyf- ingar, en í jretta skipti til suðurs eftir sprungusveimnum að Bjarnarflagi en ekki í norður eins og 1975. Hœðar- og hállabreytingar lands Árið 1974 og reyndar einnig fyrr hafði Orkustofnun látið gera allítar- legar landmælingar í grennd við Kröflu vegna fyrirhugaðra virkjunar- framkvæmda. Gerð var nákvæm hæð- armæling á allmörgum punktum í grennd við virkjunarsvæðið svo og eftir Hlíðardal endilöngum suður að þjóðvegi og þaðan vestur að Reykja- hlíð. Einnig voru teknar nákvæmar loftmyndir af svæðinu samhliða land- mælingunum. I marsbyrjun 1976 var landmælinganetið endurmælt. Kom þá í ljós, að stór svæði höfðu sigið verulega miðað við eldri mælingar fyrir gos. Einkurn hafði orðið veru- lega mikið sig á vinnslusvæðinu nyrst í Hlíðardal. Var sigið þar rúmir 2 m miðað við fastan punkt (kóngspunkt) nálægt Reykjahlíð. Sigið var minna eflir því sem sunnar dró í Hlíðardal og var vart mælanlegt í Hverarönd austan Námafjalls. Einnig hafði orð- ið sig á svæðinu milli Stórugjár og Námafjalls, en á Jtessu svæði var land- sig mun minna eða um 10—15 cm og 5. mynd. Landris á Krötlusvæði. Línurnar liggja um staði, jjar sem landris var hið sama. Tölurnar tákna ris mælt í mm/sólarhring. — Land inflation inside and around the Krafla caldera. Inflation is measured in mm/day. 186

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.