Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 13

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 13
kemur það vel heim við vatnsborðs- hækkun, sem varð í Grjótagjá. Þessar landmælingar hafa verið endurteknar á um það bil tveggja mánaða fresti síðan og hefur komið í Ijós, að land hefur ýmist risið eða sigið síðan á allstóru svæði innan og umhverfis Kröfluöskjuna. Land hélt áfram að síga eftir gosið allt fram í febrúar 1976 en J}á tók J)að að rísa aftur með nokkuð jöfnum liraða. Rishraðinn var mestur á jarðhitasvæðinu við Kröflu eða um 7 mm/sólarhring en minnkaði út til jaðra öskjunnar nið- ur í um Jjað bil 2 mm/sólarhring. Suður við Hverarönd var rishraðinn vart mælanlegur. Á 5. mynd má sjá kort með landristölum á mismunandi tímum. Ut frá Jæssum niðurstöðum má auðvekllega átta sig á stærð og lögun |>ess landsvæðis sem reis. 1 október 197.5, eftir að stöðvarhús hafði verið reist við Kröflu, var gerð hallamæling á húsinu. Þessa mælingu gerðu verkfræðingar Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Viðmiðunar- punktur er rétt sunnan og vestan við húsið og var hæð fjögurra fastamerkja, sem eru utan á hverju horni hússins, mæld miðað við þennan punkt. Skömmu fyrir gosið í desember 1975 kom í ljós að norðurendi hússins hafði sigið örlítið miðað við suður- endann. Álitið var að Jjessi breyting stafaði af eðlilegu sigi og samþjöppun jarðlaga, sem eru undir húsinu. Við næstu mælingu, sem gerð var á hús- inu skömmu eftir gos, kom í Ijós að húsið hafði snarast verulega. Hafði norðurendinn sigið niður miðað við fastapunktinn, en suðurendinn risið. Var hæðarmunur Jressara beggja enda hússins um 5 cm en húsið er um 70 m langt. Þessi hallabreyting á húsinu er í góðu samræmi við hæðarbreytingu þá, sem varð á landi eftir Hlíðardaln- urn endilöngum, og má skýra hana eingöngu með J>ví landsigi, sem varð við gosið. Til Jiess að fylgjast betur með hæð- ar- og hallabreytingum lands á Kröflusvæðinu var hinn 20. ágúst sett- ur upp hallamælir í stöðvarhúsinu. Þessi mælir er gerður úr tveimur vatnskerjum, sem tengd eru saman með slöngu. Kerin eru í suðvestur- og norðvesturhornum hússins. Fljótlegt er að lesa af mælinum og Ju’í auðvelt að mæla með honum hallabreytingar, er verða frá degi til dags. Fást svip- aðar niðurstöður úr honum og úr mælingum, sem gerðar voru utan á húsinu. Komið hefur í ljós að gott samræmi er á rnilli hæðarmælinga á svæðinu og hallamælinga á stöðvarhúsinu. Hæðarmælingar gefa heildarmynd af lögun og stærð svæðisins, sem er á hreyfingu (5. mynd), en út frá halla- mælingum liússins má finna hinar ör- ari sveiflur í hæðarbreytingum, sem ekki finnast með hæðarmælingum, sem framkvæmdar eru á 1—2 mánaða fresti. Eins og áður segir reis land nokkuð jafnt og Jrétt frá febrúar 1976. í sept- ember |)að ár var um helmingur Jjcss sigs, er varð við gosið 1975 gengið til baka. Með sama áframhaldi liefði landið náð sömu hæð og fyrir gos í lok árs 1976. í lok september sneri ]>essi þróun við. Mælingar sem gerðar voru í október og septendjer sýndu að verulegt sig hafði orðið á svæðinu. Meðalsighraði var um 10 mm/sólar- hring J)ar sem hann varð rnestur milli 187

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.