Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 18
á milli þessara röra mæid með renni- máli eða kastklukku upp á hundrað- asta part úr mm. Þessar mælingar hafa verið gerðar reglulega síðan. Frá febrúar og fram í september 1976 mældist ekki marktæk breyting á mæl- um á Námafjallssvæðinu en nokkrir mælar við Leirhnjúk sýndu hægfara gliðnun, er nam um 6 mm/mánuði. Greinilega mátti sjá gott samræmi á milli víddar sprungna á Leirhnjúks- svæði og hæðar landsins. Þegar land reis og skjálftum fjiilgaði gliðnuðu sprungurnar. Þegar landið seig færð- ust sprungurnar saman. Þessi hreyfing sprungna á Leirhnjúkssvæðinu í takt við landhæðarbreytingar innan öskj- unnar er yfirleitt lítil eða örfáir mm. Þó varð vart við breytingu, er nam allt að 20 mm á einni sprungu suð- austan Leirhnjúks. Öðru máli gegnir um sprunguhreyf- ingar, er urðu á sprungusveimnum utan öskjunnar samfara sigi í öskj- unni og skjálftavirkni í sveimnum. Við sigin, er urðu í septemberlok og októberlok 1976 svo og hinn 20. janú- ar 1977 mynduðust sprungur og ný hverasvæði í Gjástykki á svipuðum slóðum og skjálftahrinurnar áttu upp- tök sín. Varð heildargliðnun t. d. unt 1 m á jtessum slóðum við sigið 20. janúar. Ekki er vitað hvort landsig eða ris var samfara þessum hræring- um, Jrví fáir mælipunktar eru í Gjá- stykki. Hinn 27. apríl 1977 hófust miklar hreyfingar á sprungum á Námafjalls- svæði samfara skjálftahrinu þar og landsigi innan öskjunnar. Kl. 21 um kvöldið sýndi sprungumælir á Grjóta- gjá 9 cm gliðnun og er leið á kvöldið og nóttina varð vart við víkkun sprungna á allbreiðu belti, er náði að vestan frá Grjótagjá en takmarkaðist að austan af Krummaskarði, sem er vestan til í Námafjalli. Um morgun- inn 28. apríl mældist heildargliðnun yfir jsetta svæði vera orðin urn 90 cm, en sólarhring seinna hafði hún náð rúmum 2 metrum. Hreylingin var ekki jafndreifð yfir svæðið heldur tak- mörkuð að mestu við eldri sprungur, 8—10 að tölu, á beltinu. Þrjár Jiess- ara sprungna liggja í gegnum athafna- svæði Kísiliðjunnar og varð Jrar tölu- vert tjón bæði á húsurn og hráefnis- Jjróm. Hreyfingar á sprungum mátti auðveldlega rekja norður fyrir Hlíð- arfjall og suður í gegnum Hverfjall og í Dimmuborgir, en þar var hreyf- ingin orðin verulega minni eða 10— 20 cm. Á Jrriðja degi eftir að sprungu- myndanir liófust við Grjótagjá dró verulega úr hreyfingum á svæðinu. Þó mældist nokkurra cm gliðnun næstu daga. Virknin dreiíðist einnig út til austurs og mynduðust sprung- ur austur í Hverarönd austan Nárna- fjalls en gliðnun á Jressum sprungum var lítil miðað við undangengna við- burði. Meðan á Jiessunt hræringum stóð voru sett upp allmörg fastamerki á rnilli Mývatns og Hverarandar. Fjar- lægð á milli Jjessara merkja er nú mæld reglulega með málbandi og ætti Jtannig að vera auðveldara að fylgj- ast nteð sprunguhreyfingum heldur en með Jjví að mæla einstakar sprung- ur eftir að Jtær myndast. Auk gliðnunarinnar varð verulegt landsig á beltinu á milli Grjótagjár og Krummaskarðs. Seig sú spilda um 1 metra miðað við svæðin sitt hvoru 192

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.