Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 21
£ullsveigjanleg (elastisk) upp að vissu marki. Bergið brotnar ekki eða skríð- ur um sprungur fyrr en vissri spennu er náð. Þegar landið hefur náð vissri hæð, er svarar til þessarar spennu, tekur það að brotna og skríða um sprungur og fylgja því jarðskjálftar. Þegar þrýstingnum á skorpuna léttir við landsigin, liætta skjálftarnir nær samstundis. Það má því segja að skjálftar innan Kröfluöskjunnar séu bein afleiðing landhækkunarinnar, sem aftur stjórnast af vaxandi þrýst- ingi í kvikuhóllinu. Samfara landsiginu innan öskjunn- ar og dvínun skjálftavirkni þar hafa ávallt hafist miklar skjálftahrinur á sprungusveimnum utan öskjunnar skömmu eftir að sigin byrjuðu. Fyrsta hrinan varð í Kelduhverfi eftir sig og gos í desember 1975. Næstu þrjár hrinur urðu í Gjástykki vestan og sunnan Hrútafjalla. Fimmta skjálfta- hrinan varð á Bjarnarflagssvæðinu eftir sigið, er liófst 27. apríl 1977. Samfara öllum þessum skjálftahrin- um varð rnikil gliðnun á sprungum og ný hverasvæði mynduðust eða gömul svæði lifnuðu á ný. Þetta má allt túlka sem afleiðingu landreks og kvikurennslis neðanjarðar út frá öskj- unni og eftir sprungusveimnum. Kvikan hefur stöðvast í sprungu- sveimnum, myndað þar gang og gúlp- ast næst yfirborði sem innskot þar sem bergið er veikara fyrir, þ e. undir jarðhitasvæðunum. Á 7. mynd er ein- faldur uppdráttur, sem sýnir helstu drætti þessarar hugmyndar um kviku- þró undir öskjunni og rennsli úr henni eftir sprungusveimnum. Gerðir hafa verið líkanreikningar a£ hegðan Kröflusvæðisins (Axel Björnsson, 1976). Ekki er einhlítt hvaða líkan lýsir best hreyfingum kviku og lands við Kröflu en helstu niðurstöður þessara reikninga gefa þó grófa hugmynd um rúmmál þess 7. mynd. Mjög einfölduð skissa, er lýsir hugmyndum um kvikurennsli undir Kröflu- svæði. — Simplified geological model of the magma flow in the Krafla area. NAMAFJALL «-- KROFLU ASK JA N ---* GJASTYKKI Stöövorhús _ Leirhnjúkur 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.