Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 22
lands, er sígur og rís og um hraun-
rennsli inn og út úr kvikuhólfinu.
Sem dæmi um niðurstöður líkan-
reikninga má nefna eftirfarandi tvö
dæmi:
Meðalrishraði miðju rissvæðisins
frá því í mars 1976 hefur verið um
7,1 mm/sólarhring á milli siga. Þetta
samsvarar því að rennsli inn á svæðið
sé nokkuð stöðugt og á bilinu 2—5
m;!/s eða álíka rnikið og rennsli í
Elliðaám við Reykjavík.
í siginu, er varð 27. apríl 1977, seig
norðurendi stöðvarhússins um 19,7
mm miðað við suðurendann. Þetta
samsvarar 91 cm landsigi á miðju
svæðisins og um 0,03—0,06 km;! hraun-
rennslis út úr kvikuhólfinu, sem er
um það bil tíundi hluti af rúmmáli
Mývatnseldahrauns. Meðalrennslis-
magnið var fyrsta sólarhringinn á bil-
inu 200—600 m3/s eða alli að þre-
falt rennsli Jökulsár á Fjöllum.
Ákaflega erfitt er að segja til um
hraða kvikunnar, er hún rennur úr
kvikuhólfinu og út eftir sprungu-
sveimnum. Þó er ljóst að skjálfta-
virkni hófst ekki í Bjarnarflagi hinn
20. apríl 1977 lyrr en 5 tímum eftir
að sig byrjaði. Fjarlægðin á milli Leir-
hnjúks og Bjarnarflags er um 10 km
og gæti hraðinn á brotahreyfingunni
og þar með á kvikunni því verið um
2 km/h eða 0,5 m/sek. Þennan hraða
má einnig áætla á annan hátt. Út frá
víkkun sprungna, sent nam um 2 m
í Bjarnarflagi, má ætla að gangurinn,
sem kvikan rann út í, sé jafn breiður,
þ. e. 2 m. Sé gangurinn auk þess 1000
m djúpur og meðalrennsli út í hann
fyrsta sólarhringinn 500 m3/s verður
hraðinn 0,25 m/s. Þetta er helmingi
minna en fékkst út með fyrri aðferð-
inni en verður samt að teljast í góðu
samræmi miðað við þær forsendur, er
gefnar eru.
Hugsanlegt framhald jarðhrceringa
við Kröflu, eldgosaspár
Erfitt er að spá með nokkurri vissu
um framhald jarðhræringa við Kröflu
og Námafjall. Veldur þar mestu hve
ófullkomin vitneskja manna er uni
eðli og uppruna eldgosa. Þar sem tek-
ist hefur að spá fyrir um eldgos er-
lendis með góðum árangri er um eld-
i jöll að ræða, sem gjósa nokkuð reglu-
lega og haga sér svipað í hvert sinn.
Náið eftirlit með eldfjöllum, með
gosspá í liuga, eru ný fræði hér á
landi og því lítil reynsla, sem unnt
er að byggja á.
Undantekning frá þessu er þó
Kröflusvæðið. Þar er það einkum
tvennt, sem unnt er að byggja hug-
myndir um framhald jarðhræringa á.
í fyrsta lagi hefur verið fylgst mjög
náið með hegðan þessarar megineld-
stöðvar frá því á miðju ári 1975 og
má fullyrða að ekkert annað virkt eld-
fjall hér á landi sé lietur þekkt. Hefur
komið í ljós ákveðið hegðunarmunst-
ur af hreyfingum fjallsins (sjá 6.
mynd) svo og líkan, sem skýrt getur
helstu megindrætti þessara viðburða.
Á grundvelli mælinga og athugana
hefur á síðustu mánuðum verið unnt
að segja með sæmilegri nákvæmni fyr-
ir um það hvenær skjálftum fjölgar
og þar með hvenær hættuástand skap-
ast vegna landsigs eða eldgoss. í (iðru
lagi er til nokkuð góð samtímaheim-
ild um hina langvinnu Mývatnselda
á 18. öld. Eldgos og jarðhræringar
stóðu þá yfir með hléum í rúm 5 ár.
Nákvæmlega sami hluti sprungu-
196