Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 28
]. mynd. Gammaygla (Autograplia gamma L.), fundin í Breiðholti, Reykjavík, 29. október 1975 (linnandi Soffía Guðbjartsdóttir). — Autograplia gamma L., caught in Reykjavik 29 Uctober 1975. — Ljósnt. lirling Ólafsson. hjá fiðrildum, þar sem þau hafa mjög viðkvæma vængi. Þann 20. september 1974 barst Náttúrufræðistofnun íslands yglu- púpa, sem fundist hafði í salatplöntu (Lactuca) úr matjurtagarði í Garðabæ (finnandi Hreggviður Þorgeirsson). Púpan klaktist 27. september, og kom þá í ljós, að um gammayglu var að ræða. Nafn sitt dregur gammayglan af hvítum bletti á framvæng, en lögun hans minnir mjög á gríska bókstafinn gamma (y). Hann er ágætt greiningar- einkenni á annars brún- og gráflikr- óttum væng. Afturvængir eru ljósir innantil, en endajaðrarnir eru dökkir (I. mynd). Silfurygla (Syngrapha in- terrogationis L.), sem er sjaldgæf ís- lensk yglutegund, líkist gannnaygl- unni. Hún er þó heldur minni. Væng- haf hennar er venjulega 34—35 mm, en vænghaf gammayglunnar er 38—42 mm. Silfuryglan liefur einnig livítan blett eða rák á framvængjum, en lög- un bans er önnur. Þá er grunnlitur vængjanna blágrár. Gammayglur hafa einkum fundist um sunnanvert landið, en þeirra verð- ur mest vart á Suðausturlandi. M. a. liefur gammaygla fundist í Esjufjöll- um inni á Vatnajökli (Björnsson 1951). Einnig hefur tegundin fundist á Akureyri (Wolíf 1971) og á óvissum 202

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.