Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 33
ember. Fyrst þá kom í ljós, að um skrautyglur var að ræða, og er þetta í fyrsta siuu, að lirfur tegundarinnar finnast hér á landi. Skrautyglan er auðþekkt. Hún er stór, vænghaf 46—50 mm, og öll ljós á lit. Grunnlitur vængjanna er gulur, en á sérkennilega löguðum fram- vængjum eru rauðgulir og mórauðir hringir og blettir, og minnir mynstr- ið mjög á agatsteina. Endajaðar fram- vængjanna er mjög gróftenntur (5. mynd). Skrautyglur hafa fundist víða um sunnanvert landið, allt frá Höfn í Hornafirði vestur til Njarðvíkur. Einnig hefur skrautygla fundist að Arnanesi í Kelduhverfi (Wolff 1971). Fundarstaðirnir eru sýndir á 6. mynd. Lokaorð Það vekur athygli, að lirfur tveggja þeirra tegunda, sent hér er urn fjallað (gammayglu og skrautyglu), hafa nærst á innfluttum skraut- og matjurt- um. Einnig er hugsanlegt, að garð- yglan liafi gert slíkt hið sama, þar sem hún fannst í kartöflugarði. Það er því ekki ólíklegt, að þessar tegund- ir ættu sér enn erfiðara uppdráttar á íslandi, el' útlendu jurtanna nyti ekki við. Til að sanna, að þessar yglutegund- ir gætu tímgast hér á landi, þurfti að finna lirfur þeirra og ala þær. Það var þó algjör tilviljun, að lirfurnar fund- ust, þar sem það var ekki á okkar færi að ákvarða tegundirnar á því þroska- stigi. ÓJiekktar lirfur voru teknar og 6. mynd. Fundarstaðir skrautyglu á íslandi. — Localities of Phlogophora ineticulosa L. in lceland. 207

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.