Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 35
Leó Kristjánsson, Kjartan Thors og Haraldur R. Karlsson: í leit að megineldstöðvum á landgrunninu Inngungur Megineldstöðvar á Islandi, sem fyrst var lýst af G. P. L. Walker (sjá Walker, 1966), hafa síðan verið rann- sakaðar ntikið af jarðvísindamönnum, enda virðast þær vera afar mikilvægar í allri jarðsögu landsins. Eru nú þekktar a. m. k. 60 slíkar eldstöðvar, virkar eða útkulnaðar, og má þar nefna Kröflu, Öskju, Hafnarfjall við Borgarfjiirð og Þingmúlaeldstöðina í Skriðdal. Meðal lielstu einkenna meg- ineldstöðva er sigdæld (askja) sem oft er 6—10 kni í þvermál, gabbróinnskot, gangasveimar og mikið magn af lípar- ílí eða öðrum súrum og ísúrum berg- tegundum. Yfir þeim eru gjarnan verulegar óreglur í segul- og þyngdar- sviði (sjá heimildaskrá í Kristjánsson, 1976). Við jarðeðlisfræðilegar mælingar á landgrunninu vestan og austan Is- lands hafa fundist segul- og þyngdar- sviðsóreglur (Fleiscber o. 11., 1974; Kristjánsson, 1976) sem þykja benda til þess, að þar sé að finna allmargar megineldstöðvar. Á hafsbotninum sunnan og norðan landsins virðast slíkar óreglur aftur á móti sjaldgæfar. Vegna túlkunar landgrunnsmæling- anna og nútíma kenninga um gerð og sögti jarðskorpunnar undir íslandi, þótti vert að reyna að sannprófa til- vist einbverra megineldstöðva á land- grunninu og þá helst með því að at- liuga bvort berggrunnur á þeirn blett- um, sem einkennast af óreglu í segul- og þyngdarsviði, væri að einbverju leyti gerður úr bergtegundum, sem einkenna megineldstöðvar. Slík atbug- un er þó erfiðleikum háð, þar eð á mörgum þessum blettum hefur rof og setframburður sléttað yfir allar mis- fellur og því erfitt að ná sýnurn af hinum fasta berggrunni. Þó þótti líklegt, að á a. m. k. þrem- ur stöðum mætti ná heppilegum sýn- um, en á þessum stöðum fóru saman misliæðóttur botn og meiriháttar segulfrávik. Tveir þessara staða eru norðan við utanvert Snæfellsnes, þar sem mælst höfðu stór segulfrávik (+ 2500y og + 6000y) í landgrunns- mælingum á varðskipinu Albert sum- arið 1972. Eftir sjókortunt að dæma eru á hvorum stað stór hóll eða hæð, sent rís frá flatari botni. Þriðji stað- Náttúrufræðingurinn, 4G (4), HI7G 209 14

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.