Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 36
30' 24“ 30' 23°
1. mynd. Kort af svæðinu norðan Snæfellsness. Segulmælingalínur eru sýndar með
brotnum strikum, en heilum strikum ]rar sem meiri háttar segulfrávik mældust. Eru
segulfrávikin einnig merkt með bókstiifum. Sýnatökustaðir eru merktir með tölu-
stöfunt (la, b, c og 2). Kunnar megineldstöðvar á iandi eru skyggðar. — Dredge sites
(la, lb, lc, 2) north of Snaefellsnes. Magnetic survey lines (Kristjánsson, 1976) dashed
willi major anomalies indicated by solid lines and capital letters. Shaded areas are
central volcanoes on land. Isobaths in metres. — Teikn. Ólafur V. Einarsson.
urinn er Díönuboði, austan Gerpis,
sem sjómenn þekkja af miklum kornp-
ásskekkjum. Sjókort sýna 20 metra
dýpi á boðanum, en 60—70 metra um-
hverfis hann. Þýskur rannsóknaleið-
angur, sem vitnað er til hér að fram-
an, hafði fundið liér jákvætt frávik
segulsviðs, allt að + 6000y að því er
virðist á hringlaga svæði utan um nei-
kvætt frávik (— 200()y), og er miðja
þessara frávika á boðanum.
Staðir þessir eru sýndir á 1. og 2.
mynd.
Sýnataka
í leiðangri rannsóknaskipsins Haf-
þórs í desember 1975 gáfust tækifæri
til að reyna að ná sýnum af áður-
nefndum stöðum. Við sýnatökuna var
notuð botnskafa, sem sýnd er á 3.
mynd. Aðferðin við sýnatökuna var
sú að siglt var yfir fyrirhugaða sýna-
tökustaði og leitað að skörpum mis-
hæðum nteð dýptarmæli. Síðan var
botnskafan sett út og dregin hægt á
móti halla botnsins. Skafan er þannig
gerð að hún grípur í ójöfnur á botni
og rífur upp fast berg. Eftir nokkra
rykki er hún síðan dregin um borð
og tæmd.
Við sýnatökuna í Breiðafirði og við
Díönuboða olli það nokkrum erfið-
210