Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 44
]. mynd. Mýramaðra, Galium palustre L. Myndin er af bresku eintaki og er frá Fitch, 1949. íslensku eintökin eru áþekk nema hvað blómskipunin er varla eins þétt. undir latneska nafninu. Sama máli gegnir um skrá þá yfir íslenskar plönt- ur eftir grasafræðinginn Johan Zoega, sem prentuð er aftan við Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálsson- ar og út kom 1772, þar er aðeins getið latneska nafns tegundarinnar en eng- ar frekari upplýsingar um hana að finna, enda er þessi skrá talin gerð að mestu eftir skrá Múllers (Johan Zoéga, 1772). Ekki er ólíklegt að í báðurn þessum skrám sé um rugling að ræða og hvítmaðra sé talin vera þessi tegund, þ. e. Galium palustre, þó þær séu ekki sérlega líkar við nán- ari athugun og varla heldur í fljótu bragði og vaxi þar að auki á ólíkunr stöðum. En hvorug skráin nefnir hvít- möðru né þær möðrutegundir sem eru skyldastar henni og vaxa í ná- grannalöndunum, og þó hlýtur hvít- maðra að hafa verið jafnalgeng um allt land þá eins og nú. Eftir þessum tveimur elstu skrám er svo Galium palustre tekin upp í þær yngri. í bók sinni Forsþg til en dansk oeconomisk plantelære nefnir danski grasafræðiprófessorinn J. W. Horne- mann (1821) íslensk nöfn ýmissa teg- unda, án þess þó að geta heimilda- manna. Þar stendur íslenska nafnið Litla Maðra við Galium palustre, ásamt dönsku og norsku nafni, en ekki er þess getið að hún vaxi hér þó það sé gert um margar íslenskar teg- undir. Hvorki Galium saxatile né Galium sylvestre, sem báðar eru þó mjög líkar hvítmöðru, eru þar taldar vaxa hér og við þær standa engin ís- lensk nöfn. Aftur á rnóti standa ís- lensku nöfnin Hvíta Maðra og Kross Maðra bæði við Galium borale, sem nú er kölluð krossmaðra, og Galium Mollugo, sem nú er köll- uð flækjumaðra, en varla getur þó talist nema slæðingur hér á landi. í íslenzkri grasafræði eftir Odd J. Hjaltalín (1830), sem að verulegu leyti er talin gerð eftir bók Horne- manns, eru taldar þrjár íslenskar möðrutegundir: Galiitm verum, gul- maðra, Galium boreale, krossmaðra eða hvíta maðra og Galium palustre, sem nefnd er 1 i 11 a m a ð r a. Þeirrar tegundar sem lengst af hefur heitið hvítmaðra á íslensku er aftur á móti ekki getið og verðui' það að teljast mjög undarlegt, jafn algeng og hvít- maðran er hér, og bendir það jafnvel til þess, eins og áður er getið til, að 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.