Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 46

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 46
væri. Gaf ég tegundinni þá strax ís- lenska nafnið mýramaðra, en það er bein þýðing latneska nafnsins. IV. l>að var þó ekki fyrr en sumarið 1974 sem við Arnþór Garðarsson fór- um saman austur að Stokkseyri til að athuga nánar þennan vaxtarstað og safna lleiri eintökum af mýramöðr- unni. Við fórum fyrst þann 9. júlí og gekk Arnþór rakleitt á vaxtarstaðinn þar sem maðran var auðfundin. Hún var ekki blómstruð en samt greini- legt að töluvert óx af benni þarna á nokkru svæði, og að þrenningarmaðra óx ])ar 1 íka. 1. ágúst fórum við svo aftur á staðinn og þá var mýramaðr- an fullvaxin og öll í blóma. Vaxtarstaðurinn er í landi Gamla- Hrauns og því í Eyrarbakkahreppi. Þar eru blaut svæði umhverfis litla tjörn og aðeins þurrari ntýrar svolítið ijær, og vex mýramaðran bæði í mýr- unum og á bökkum tjarnarinnar. Gróður er þarna ntikill og vöxtulegur og tegundir rnargar. Mest áberandi eru gulstör (Carex lyngbyei Hornem.), hálmgresi (Calamagrostis neglecta (Ehrh.) G., M. Sc Sch.) og mýrastör (Carex nigra L.), en auk þeirra vaxa ýmsar fleiri votlendistegundir þar, svo sem hófsóley (Caltha palustris L.), engjarós (Potentilla palustris (L.) Scop.), mýradúnurt (Epilobium palu- stre L.), mýrfjóla (Viola palustris L.), hrafnaklukka (Cardamine nymanii Gand.), horblaðka (Menyanthes tri- foliata L.), kornsúra (Polygonum vivi- parurn L.), mjaðjurt (Filipendula ul- maria (L.) Maxim.), klófífa (Erio- phorurn angustifolium Honck.), tún- vingull (Festuca rubra L.) og þrenn- ingarmaðra (Galiurn brevipes Fern. & Wieg.). Á bökkum tjarnarinnar vaxa einnig gulstör og hófsóley en öllu meira ber þó þar á fergini (Equiset- urn fluviatile L.), vatnsnál (Eleocharis palustris (L.) R. & S.), og flóðapunti (Glyceria fluitans (L.) R. Br.), og jafnvel lófæti (Flippuris vulgaris L.). Ekki er ólíklegt að mýramaðra vaxi víðar á þessuni slóðum því víða eru staðhættir áþekkir ogá vaxtarstaðnum á Gamla-Hrauni, t. d. í Flóanum, og nægir þar í rauninni að benda á mýra- möðrueintakið blómlausa sem fannst í Flóanum árið 1943, eins og áður er sagt frá. V. Hér fer á eftir lýsing á mýramöðru sem byggð er á rúmlega 30 eintökum frá vaxtarstaðnum á Gamla-Hrauni. Stönglarnir eru 7—23 cm, að nteðal- tali 16.1 cnt háir, ferstrendir og oftast nokkuð snarpir af krókþyrnum, up|r- réttir eða uppsveigðir frá mjög grönn- um skriðulum jarðstöngli, grannir og veikbyggðir og styðjast oft við næstu plöntur, oftast nokkuð greindir ofan til, bil milli blaðkransa 14—42 mm, að meðaltali 29.7 mih. Blöðin eru oftast öfugt lensulaga en geta þó verið aðeins breiðari, odd- laus eða með mjög sljóum oddi, 7— 14 mm, að meðaltali 10.5 mm löng, 1—3 mm, að meðaltali 2 mm breið, oftast allsnörp af örsmáum krókþyrn- um á röndunum og neðan á strengn- um, fjögur saman í kransi. Blómin eru fjórdeild, 2.5—3.2 mm, að meðaltali 2.7 mm í þvermál, á 1 — 3.8 mm löngum stilkum, nokkur sam- an í gisnum blómskipunum, krónu- blöðin eru ydd og hvít á lit, frjó- 220

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.