Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 35
hófust með því, að 1969 fann ég fram- an við mynni þeirra sandorpinn hraunskika, sem sýnilega hafði runn- ið niður eftir Landsgljúfrum.Hraun- ið rakti ég til upptaka, annars vegar í Hljóðaklettum, hins vegar í Randar- hólum á Hólssandi, og reyndust þessi gljúfrahraun vera tvö. Meiri hluti þeirra var burtu rofinn og aldurinn rúml. 8000 ár skv. öskulagatímatali (Sigurvin Elíasson, 1974). Jökulsár- gljúfur voru auðsæilega ekki venjuleg árgljúfur, heldur mjög grafinn og út- víkkaður gljúfradalur með tröllaþrep- um og Jökulsá sem smálækur á botn- inum. Menjar vatnahlaupa sáust hátt og lágt og lýstu sér í 1—4 km breiðu gljúfrasvæði með grjótum og þurrum farvega- og gljúfraflækjum mishátt í dalnum, þ. á m. vatnslausum gljúfr- um og þurrum fossum, stöllóttum malarhjöllum og veggbröttum hamra- eyjum. Ritgerðir þeirra Hauks og Kristjáns voru mjög girnilegar til fróðleiks, en stórhlaupasaga Jökulsár virtist all- miklu flóknari. í haust sem leið (1976) l'ór ég nokkrar skoðunarferðir í Gljúfrin og miðaði við snið þvert yfir flóðasvæðið frá Söndunum og suður að Selfossi. Sniðin eru merkt á kort- ið A—A til E—E (5. mynd). Setlög kringum Asbyrgi Ásheiði er öll úr Stóravítishrauni, en yngsti hluti þess er varla eldri en frá Búðaskeiði (Hólkotsskeiði?), þ. e. 10—11000 ára, að dómi Kristjáns Sæ- mundssonar (1973), og Ásbyrgi er grafið í það. Ýmiss konar setlög eru ]tó hér á hrauninu og er hentugt vegna þess, sem á eftir fer, svo og kenningar Kristjáns, að gera sér grein fyrir aldri þeirra og uppruna. Elst setlög kringum Ásbyrgi eru: a) Melhjallinn vestan við Ásbyrgi, sem Meiðavellir standa á, og er ann- aðhvort hlaupset frá ísaldarlokum eða óseyri úr sjó. Lega lians og yfir- borðshalli geta bent til liins síðar nefnda og hæð hans yfir sjó (40—45 nr) er hin sama og strandhjalla hjá Ferju- bakka og Skinnastað. Hjallastubbur- inn er meðfram úr velktu, stórgerðu grjóti og jarðvegur ofan á, forn. Þar er m. -a. nrjög þykkt, svart öskulag (Xö) sem lrér finnst sunrs staðar, unr 8000 ára ganralt (Elíasson, 1974). b) Uppi á Eyjunni, hamrinum mikla í Ásbyrgi, er mikil, lúð grjót- dreif, allforn, einkunr á brúnunum báðunr, en líka önnur yngri (sjá síð- ar). Á austurbarmi Ásbyrgis er einnig skoluð og velkt grjótdreif, bæði forn og tiltölulega ung. c) 2—3 km suður af Ási eru Hól- arnir írrilli Landsgljúfra og Kvíafar- vegs — jökulurð austan til, upptyppt í stórgrýtta smálróla, en sunnan og vestan til blásið roksandshólasvæði, hallandi fínlögótt til norðurs, talsvert nriklu eldra en öskulagið H4 (4500 ára, C14-aldur, helmingunartími 5730 ár, sbr. Sig. Þórarinsson, 1971). Bein tengsl roksandslrólanna við Jökulsár- lilaup eru óljós. d) Vestan og sunnan urðar- og rok- sandshólanna er flöt melbunga, Mel- ar, sem takmarkar austurbakka Kvía- farvegs alllangt suður. Sá farvegur, þurr, grafinn í klöpp og upp í 1,5 km breiður, er mikilfenglegur flóðfar- vegur, sem liggur úr brún aðalgljúfr- anna skammt norðan Hljóðakletta og norður í Ásbyrgisbotn. Þessi mel- 161 11

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.