Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 40
km sunnan Ásbyrgis. Telur Kristján
Sæmundsson að þetta séu ystu enda-
garðar jöklaframrásarinnar ,,á Búða-
skeiði" (þ. e. Hólskotsskeiði) og liggi
síðan til S og tengist Reykjahlíðaröld-
um. Allþykk jökulurð er þó skammt
sunnan Áshöfða, mun norðar, og
jökulhólabelti vestur hjá Hrútafjöll-
uin. Jökulrákir vítt og dreift í Ás-
heiði, norðar og vestar, eru líka vitnis-
burður um jökulskrið út heiðina,
e. t. v. í sjó fram, eftir að Stóravítis-
hraun rann. Erfitt er um athuganir
vegna móakargans, en stórgrýtis-
dreifin í Ásheiði kemur í hugann í
þessu sambandi. Vesturmörk hennar
afmarkast af breiðum flákum yngri
hrauna (hið elsta eldra en 6000 ára,
hin yngstu yngri en 2900 ára), en ná
þó á forna hrauninu suður og vestur
fyrir Kerlingarhól, og er það athyglis-
vert. Aldur jökulgarða skammt sunn-
an og suðaustan Fjalla í Kelduhverfi
er ekki fullrannsakaður.
Því má skjóta inn, að allþykkt lag
af vatnsnúinni möl og sandi er í lægð-
um hjá Austurgörðum, Vogunt og
Sultum í vestanverðu Kelduhverfi,
tæpa 20 m y. s., og slitróttur sand-
barðaröðull ofan við. Kristján telur
(1973) að sjór hafi verið kominn í
núverandi horf, þegar Stóravítishraun
rann árla á Hólkotsskeiði, og reipa-
hraun er þarna neðan 20 m marka.
Síðar hefur sjór þó staðið við 20 m
hæðarmörk (hæðarbreytingar lands-
spildu?).
Jökulsársandar eru fornir
Jökulsársandar, sem fylla upp mik-
ið svæði í fjarðardældinni, eru kring-
um 150 km2 að flatarmáli og halli
til sjávar að meðaltali 1:500. Mesta
lengd þeirra til sjávar er um 17 km,
mesta breidd um 23 km. Sandarnir
eru framburður Jökulsár, en öskulög
sýna að þeir eru allfornir: 1) Hjá
Víðibakkakvísl, tæpa 3 km sunnan
Skóga, 6 km frá sjó, eru öskulögin
H3 og H4 ofan á miklum sandhaug-
um. Liggur H4 á þunnu, sendnu
moldarlagi (snið V) og undir því svart-
ur, ólagskiptur grófsandur, allt að 3—
4 m þykkur, ofan á óseyrarlögum.
Sandurinn er mjög líklega flóðset úr
stóihlaupi (sjá síðar). 2) 1 skurðum
hjá Ærlækjarseli, um 3 km frá sjó,
liggur H3 ýmist á mold eða sandi, en
ekki er öruggt um tilvist H4. 3) Hjá
Bakka (ytri) finnst H3 víða I mold
um 3 km frá sjó. Hjá Syðribakka í
Vestursandi sömuleiðis um 4 kin frá
sjó.
Þessi Ijósu Heklulög geta hæglega
leynst nær sjó á Söndunum. Þeir eru
þó eldri en 4500 ára niður að ystu
bæjurn í Sandi og eldri en 2900 ára
fast niður undir strönd. Haukur Tóm-
asson telur, að Sandarnir hafi verið
eitt mesta safnsvæði hlaupsins fyrir
2500 árum, en ljóst er samt að þeir
voru að langmestu leyti til orðnir sem
nú á dögum fyrir 2900 árum. Hlýtur
skýringin að vera sú, að fyrri stór-
hlaup höfðu þá að verulegu leyti
myndað þá.
Ummerki um stórhlaup i Jöliulsárdal
fyrir um 4600 árum
Tvö allþykk sandlög eru í jarðvegi
rnilli Ásbyrgis og Tóveggjar á um 2
km breiðu móasvæði. Neðra sandlag-
ið er þó víða rofið burtu í yngri flóð-
farvegum. Það er grunnt, að meðal-
tali 2—3 cm, undir tvílita öskulaginu
H4 (4500 ára). Þynnst er það á Meiða-
166