Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 45
6. mynd. Vítt klettagljúfur í Forvöðum. Réttarbjarg til vinstri með 15—20 m háum hömrum. Ör bendir á 3000 ára gamla hnullungahjallann á bjarginu, með um 7 m hárri brún. — A wide rocky canyon in the Forvöd Valley, part of the Jökulsá Canyons, probably eroded in the third great flood. The arrow points to a bouldcr terrace, deposited in the second greal flood. brot á Svínadal, Gráimór andspænis Rauðhólum o. fl. Allir eru þeir leifar af feiknastórgerðri setfyllu, sem sest hefur í Jökulsárdal á löngu svæði, allir elclri en öskulagið H3 og finnst það á þeim flestum, en hefur víða skolast burtu. Um aldurinn kemur þrennt til greina: a) Að setfyllan sé frá hlaupinu fyrir ca. 4600 árum, b) að hún sé frá hlaupinu fyrir ca. 3000 árum, c) að hún sé frá óþekktu stór- hlaupi. Lausleg könnun í hjöllunum sýnir meðalsteinastærð á bilinu 2—25 cm (þvermál), sumt smærra, surnt stærra. í neðsta gljúfrinu nú eru eyrar breyti- legri, meðalsteinastærð margfalt minni og lagskipting eftir kornastærð, sem ekki sést í stóru hjöllunum. Er ljóst að geysilegt vatnsrennsli þarf til að flytja botnskrið, slíkt sem í stóru hjöllunum. Þeir hafa luigsanlega myndast í hlaupinu fyrir 4600 árum, en gegn því mælir að H4 finnst þar ekki. Fleira bendir til, að þeir hafi myndast í hlaupinu fyrir 3000 árum. Það styðja snið á grónum klettastöll- um í Vígabrekku (snið XVI) um 210- 215 m y. s., upp og austur af Víga- bjargi (200 m y. s.). H3 er þar á möl og sandi neðst í þunnum jarðvegi, en vantar víða. Hærra í brekkunni eru bæði Ijósu lögin. Fátt er að segja um þriðja möguleikann. Laufey Hannesdóttir, vatnafræðing- ur, hefur reiknað eftir Manningjöfnu, 171

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.