Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 65
tíð í jöklinum, bæði í Grímsvötnum
og sunnan þeirra. Sem dæmi má
nefna, að árið 1873 varð mesta ösku-
gos, sem vitað er um í Grímsvötnum
(Þórarinsson 1974). Við nánari könn-
un á vesturhluta Vatnajökuls mun
lega þessa öskulags koma betur í ljós,
og fæst þá úr því skorið frá hvaða eld-
stöð lagið er komið.
Hér hafa verið nefnd tvö dæmi,
sem sýna að könnun á öskulögum með
íssjá opnar nýjar leiðir í rannsóknum
á afkomu jökla og sögu eldgosa.
Könnun á gerð jökulbotns
Þegar ekið er eftir jökli, má greina
í íssjánni talsverðan mun á styrk botn-
endurkasts frá einum stað til annars.
Þessu veldur þrennt. Fyrst má telja
mismunandi rafeiginleika jökulbotns.
Þeir eru háðir berggerð, en mestu
ræður líklega vatnsleiðni bergsins
og magn uppleystra efna í jarð-
vatninu. í öðru lagi draga öskulög í
jöklinum úr styrk rafsegulbylgjunnar,
og loks getur lögun botnsins haft
áhrif á styrk endurkasts. Á svæðum
þar sem áhrif botnlögunar breytast
lítið frá einum stað til annars og unnt
er að meta áhrif öskulaga á styrk end-
urkasts, fást gögn, sem lýsa rafeigin-
leikum jökullíotnsins. En líklega er
of mikil bjartsýni að telja, að þau
gögn megi nota til þess að gera jarð-
fræðikort af jökulbotni, sem t. d.
greindi að móberg, bólstraberg og blá-
grýti. Líklegra er, að gögnin lýsi
vatnsleiðni bergs og magni uppleystra
efna í jarðvatni undir jöklinum. Því
er ástæða til þess að kanna nánar,
hvort íssjáin geti greint jarðhitasvæði
undir jiikli. Verður það sennilega best
gert með því, að bera gögn frá ýms-
um svæðum saman við niðurstöður
frá þekktunt jarðhitasvæðum við
Grímsvötn og Kverkfjöll.
Nokkrar mælingar hafa verið gerð-
ar með íssjá við Grímsvötn. Við vatns-
jaðarinn sást greinilega af lögun
vatnsflatar hvar vatnið þraut. Á rnæli-
stöðum við austurjaðar Grímsvatna
var þó ekki unnt að greina mun á
styrk endurkasts frá vatnsfletinum og
berginu við vatnsbakkann. Líklega er
mikið jarðhitavatn í berginu og end-
urkast frá botninum því nærri eins
sterkt og frá sjálfum vatnsfletinum.
í Grímsvötnum vakti einnig athygli,
að neðra borð íshellunnar var ekki
reglulegt. Inni á miðju vatninu risu
nokkrar hvelfingar upp í íshelluna,
um 500—1000 m breiðar og 50—100 m
háar. Þessar hvelfingar hljóta að vera
bræddar af iðustraumum, sem kyntir
eru af hlýjustu svæðum á botni Gríms-
vatna.
Á Mýrdalsjökli kom víða fram
mjög mismunandi sterkt endurkast
frá botni. Frekari reynslu þarf að afla
áður en unnt verður að lesa úr þeim
gögnurn nánari fróðleik um jarðhita-
svæðið í jöklinum og unnt verður að
skera úr um, hvort vatnslón leynast
nú undir Mýrdalsjökli.
Aðvörun um jöliulsprungur
Jökulsprungur koma greinilega
fram í íssjánni og eykur það mjög ör-
yggi við mælingar á jökli. Að vísu er
íssjáin ekki gerð til þess að kanna ná-
kvæmlega efstu lög jökuls, og auk þess
sér hún aðeins til beggja hliða við
snjóbílinn. íssjáin yrði því ekki vör
við einstaka sprungu, sem snjóbíll
stefndi á endilanga. Hins vegar kann-
ar íssjáin stórt svæði, og flest sprungu-
191