Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 75

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 75
Til viðbótar fjárveitingum Alþingis kemur svo Vísindasjóður, en þar er hver og ein umsókn metin af nefnd skipaðri vísindamönnum. Enda þótt Vísindasjóður hafi komið mörgu góðu til leiðar þá er hann iítils megnugur, þegar á heildina er litið. í nágranna- löndum okkar eru vísindasjóðir mjög öflugir og í gegnum þá rennur um- talsverður liluti af fjárframlögum til rannsókna. Ég nefndi það að við værurn meðal þeirra þjóða í Vestur-Evrópu sem minnstu verja til rannsókna. Hér er })ó vissulega ekki minni þörf fyrir rannsóknir, frekar meiri. Nágranna- þjóðir okkar verja hlutfallslega tvö- falt til þrefalt meira fé til rannsókna en við ísiendingar. Ég tel að þetta sé ekki gert af metnaði, heldur sé ein- faldlega litið á rannsóknir sem góða fjárfestingu. Auðvelt er að benda á fjölmörg verkefni hér á landi sem krefjast umfangsmikilla rannsókna áður en við getum nýtt gæði þessa lands eins og kostur er eða rekið at- vinnutæki okkar á sem hagkvæmastan hátt. Skammsýni þeirra sem ár eftir ár hefta eðlilega þróun rannsóknastarf- semi hér á landi með einföldum pró- sentureikningi er íslensku þjóðinni dýr. -Ég tel að fordæmi nágrannaþjóða okkar sýni að við eigum í senn að efla rannsóknir okkar verulega jafnframt því sem við felum Vísindasjóði að hafa megináhrif á skiptingu fjár til þessarar starfsemi. ÚR ÝMSUM ÁTTUM Veðurfar árið 1977 Vetturinn 1976—1977 var mjög þurr og l)jartur sunnan lands og vestan og á Suft- vesturlandi var nánast snjólaust. í Reykjavík var þessi vetur talið frá desember til mars hinn þurrasti frá upp- hafi samfelldra úrkomumælinga 1920, en tveir vetur liafa verið ennþá sólríkari. Var það árin 1946—47 og 1965—66. Fe- brúar var mjög þurr um allt land. Norðaustantil á landinu snjóaði mikift i janúar og mars og þar voru mikil snjóa- lög. Mjög lítið var um hvassviðri og storma. 1 janúar var hitinn á öllu landinu 1° undir meðallagi, í febrúar var hann um meðallag, en í mars var vel lilýtt þar til síðustu daga mánaðarins og þann mánuð varð 1 ° hlýrra en í meðalári. Apríl var mjög kaldur einkum á norð- austanverðu landinu en þar var allt að 3° kaldara en í meðalári. Meðalhitinn á öllu landinu var li/J,0 undir meðallagi, og úrkoma 1 /i0 meiri en venja er til. Kulda- tíð liélst fram um miftjan maí, en þá lilýnaði og mánuðurinn í heild varð í meðallagi lilýr. Mjög þurrt var á Norður- 201

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.