Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 17
færin, sem lágu niður frá bátnum, þótt hann færi hvað eftir annað undir trilluna, hvað þá að hann flækti lín- urnar saman. En nú skeði næsta furðulegur hlut- ur, sem að sögn þeirra félaga varð þess fremur öðru valdandi, að þeir héldu ró sinni þrátt fyrir allt, sem eftir átti fyrir að koma. Hrefnan kom úr kafinu rétt við kinnunginn og reis upp á endann í sjónum, þannig að liún stóð eins og upprétt með liaus- inn allan úr sjó aftur að bægslum. Til þess að halda sér í þessari stöðu þurfti hvalurinn að slá sporðinum stöðugt fram og aftur. Eftir Jressu tóku þeir félagar greinilega, |n’í varla var meira en handarseiling í hvalinn, þar sem hann var við síðuna, svo að skolt- trjónuna bar töluvert hærra en borð- stokkinn. Nú sáu mennirnir líka livað það var, sem bagaði þennan stórvaxna íbúa djúpsins. Netadræsa úr rauð- bleiku trollgarni var spennt eins og teygja á haustrjónuna aftur við kjaft- vik. Ekki geta þeir bátsverjar gert sér grein fyrir, hvort netmúlinn byrgði hvalnum sýn að öllu eða einhverju leyti, en smá og lítt áberandi augu livalsins eru einmitt rétt aftur og upp af kjaftvikunum. Netið herti svo þétt að trjónunni, að það skarst inn í holdið, þótt ekki væri sjáanlega kom- ið sár undan. Netflyksan liafði vafist upp í streng á hausnum, en ekki var þetta þó ýkja sterklegur vöndull. Það sem á strengdi var aðeins úr nokkrum trollgarnsþáttum, en slitnir möskvar og tjásur úr netinu, sem héngu úr sjálfu haftinu, voru hvergi lengri en svo sem eitt fet. Mönnunum varð ljóst, að losnaði hvalurinn ekki við þennan múl beið hans ekkert annað en hægur hungur- dauði. Ekkert benti þó til þess, að skepnan væri orðin illa haldin enn sem komið var, og múllinn sennilega í hæsta lagi nokkurra daga gamall. Netið var auðsjáanlega úr botnvörpu. Þeir félagar sáu nokkurn veginn stærðina á riðlinum og gildleika garnsins, svo og greinilega lit þess, rauðbleikan, en garn með slíkurn lit er aldrei notað í fíngerð fiskinet svo sent ýsu- og þorskanet. Mennirnir urðu í fyrstu nokkuð hvumsa við, er þessi risi dansaði þarna á sporðinum við síðuna. Slíka fim- leika höfðu þeir aklrei séð til hrefnu áður, hvals sem sjaldan sést lyfta sér úr sjó. Hjá smærri tannhvölum höfðu Jjeir stundum séð einfalda stökkleiki, en Jró aldrei slíkar kúnstir. Bísperrtur Iivalurinn barst nú aftur með bátn- um. Öll Jressi látalæti höfðu komið bátsverjum nokkuð að óvöru, og menn stóðu um hríð næstum eins og í draumi og horfðu á tilburði Jressarar tignarlegu skepnu. Skipstjóri áttaði sig fyrstur, greip gogg og hugðist reyna að rífa netadræsuna frarn af trýni hrefnunnar, Jwí svo var hún nærri að vel mátti ná til liennar með slíku áhaldi. í því að hann teygði sig í átt til skepnunnar með gogg í hendi, lét hún sig síga í djúpið. Ekki var alveg víst, hvort að henni kom styggð við hreyfingu og tilburði mannsins, eða hvort dýrið hafði aðeins fengið nóg af dansi sínum meðfram bátssíð- unni. En hinn nýi kunningi bátsverja var ekki farinn langt. Það sem næst gerðist er næsta ótrúlegt. Hvalurinn kom lónandi Jjvert á stjórnborða rétt undir vatnsskorpunni og hvarf undir 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.