Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 48

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 48
auðugt ferskvatn. Mjög ósennilegt virðist, að sjávarfiskar, svo sem koli, gætu nú veiðst annars staðar en inn- an þessa svæðis. Fyrr á árum hefur sennilega verið nægilegt súrefnis- magn við botn í mestum hluta vatns- ins, en ósinn síðan grynnkað svo, að tók að mestu fyrir innstreymdi sjávar í vatnið á flóði. Þegar hér var komið sögu, hefur súrefni tekið að smáeyð- ast úr dýpri iögum vatnsins vegna ox- unar á lífrænum efnum, sem í það falla við rotnun plantna og dýra. Hið mjög svo takmarkaða blöndunar- svæði, sem enn virðist hafa upp á líf- vænleg skilyrði að bjóða fyrir sjávar- dýr við botninn, gæti haldið áfram að minnka frá því sem nú er, ef sjór kemst ekki inn í vatnið, með því að salta undirlagið hlýtur með tímanum að þynnast vegna blöndunar upp á við, enda þótt sú blöndun sé vafa- laust mjög hægfara, sem fyrr segir. Þess var áður getið, að sjóndýpi var mælt á nokkrum stöðum í Miklavatni seinni hluta júnímánaðar 1977 og reyndist það tiltölulega lítið. Þessi lágu gildi liefðu getað stafað annað- hvort af gruggi vegna mikils gróðurs í yfirborðslaginu eða vegna árfram- burðar. Hið síðarnefnda er sennilegri skýring. Kísilþörungar fundust í yfir- Ijorðslagi vatnsins í talsverðu magni í júní, en mun minna í ágúst 1977 (tafla III). Hins vegar benda klórófyl- gildin frá júnímánuði til þess, að frumframleiðni hafi þá verið fremur lítil. En það er athyglisvert, að klóró- fyl skyldi vera mælanlegt í marktæku magni (~ 1 pg/L) á 10 metra dýpi á St. 4 (sjá töflu II), þ. e. í súrefnis- snauða laginu. Án efa er hér um að ræða plöntuleifar, sem fallið hafa nið- ur úr hinu súrefnisauðuga yfirborðs- lagi. Eins og kunnugt er, leiðir tillífun plantna til upptöku á óbundnu koldí- oxíði úr vatninu samfara myndun á súrefni og jafnframt breytist samsvar- andi magn af bíkarbónati í karbónat, en við það hækkar pH. Við oxun á lífrænu efni skeður hið gagnstæða: koldíoxíð myndast, jafnvægið milli bíkarbónats og karbónats hreyfist í þá átt að auka bíkarbónat og pH lækkar. Hin lágu pH-gildi, sem mældust í yfirborðslagi vatnsins, einkum í sunn- anverðu vatninu, í júní 1977, benda því einnig til þess, að plöntufram- leiðsla hafi þá verið takmörkuð. Á þessum tíma var alkalínítet einnig lægst í vatninu sunnanverðu nálægt innrennsli Fljótaár. Hér kann að hafa verið um áhrif að ræða frá bræðslu- vatni úr snjófönnum. í ágúst 1977 var pH marktækt hærra en í júní sáma ár, en einkum voru þó pH-gildin áber- andi há á 5 m dýpi í ágúst 1976, og benda til þess, að plöntuframleiðsla hafi þá verið mikil. Samkvæmt niður- stöðum mælinganna í ágúst 1977 mætti ætla, að aðal framleiðslan hafi þá farið fram neðst í yfirborðslaginu, þar sem lítils háttar blöndunar gætir við sjó úr neðra laginu. Til þess bend- ir súrefnismettanleikinn, sem vex úr rúmlega 100% í efstu metrunum í rúmlega 120% á 5—7 m dýpi. Þessi háu súrefnisgildi fóru saman við há- mark í pH og lágmark í styrk upp- leysts kísils. Einkum var kísil-lág- markið áberandi í ágúst 1976. Sam- kvæmt talningu á svifþörungum er þó, eins og fyrr segir, engan veginn öruggt, að frumframleiðnin í ágúst 1977 hafi verið meiri á 7—8 m dýpi 42
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.