Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 33
Vatnasvœði og vatnsrennsli
Skeiðsfossvirkjunin var reist í
Fljótadal á árunum 1943—1944 og
tekin í notkun árið 1945. Var þá gerð
stífla í neðanverða Stífluhóla og
myndað stórt uppistöðulón, sem nefn-
ist Stífluvatn. Úr því fellur Fljótaáin
niður í Miklavatn.
Vatnasvæði Stífluvatns er 107 km2,
en nærri lætur, að vatnasvæði Mikla-
vatns sé tvöfalt stærra. í útreikning-
um okkar er gert ráð fyrir því, að svo
sé, og ennfremur að meðalúrkoma á
vatnasvæði Miklavatns sé hin sarna og
á vatnasvæði Stífluvatns. Orkustofn-
un hefur birt skýrslur, er greina bæði
innrennsli og útrennsli Stífluvatns á
árunum 1954—1976. Á grundvelli
þeirra forsenda, sem nefndar voru, má
reikna innrennsli í Miklavatn. Sam-
kværnt þeinr er innrennsli í Mikla-
vatn án vatnsmiðlunar nálægt því að
vera tvöfalt innrennsli í Stífluvatn,
en innrennsli í Miklavatn með vatns-
miðlun jafnt summunni af innrennsli
og útrennsli Stífluvatns. Þá gerum við
ráð fyrir, að mismunur úrkomu og
uppgufunar í Miklavatni sé hverfandi
miðað við aðrar stærðir, þannig að
meðalútrennsli þess sé að heita má liið
sarna og meðalinnrennslið.
Meðalrennsli án vatnsmiðlunar
hina ýmsu mánuði ársins á tímabil-
inu 1954—1976 er sýnt á 2. mynd. Eins
og fram kemur á myndinni er inn-
rennslið í Miklavatn allbreytilegt eftir
árstíðum. Ársmeðaltalið er 10.28 m:!/
sek. Minnst er rennslið vetrarmánuð-
ina janúar—mars, en mest í júní. I
öðru og þriðja sæti eru mánuðirnir
júlí og maí.
Með hliðsjón af rúmmáli vatnsins
og innrennsli má reikna út endurnýj-
unartíma þess. Eins og síðar verður
sýnt fram á, nrá telja öruggt að endur-
nýjun vatnsins neðan 8 metra dýpis
sé nú afar lítil. Rúmrnál vatnsins ofan
8 metra dýpis er nálægt því að vera
40 X 108 mS- Verður þá endurnýj-
unartími þessa efra lags frá i/2 upp í
3 mánuði el'tir árstíma og að meðal-
tali U/2 mánuður.
í skýrslum Orkustofnunar er til-
greint rnesta 5-daga innrennsli í Stíflu-
vatn í hverjum mánuði og má af
skýrslunum einnig ráða, hve rnikið út-
rennslið hefur verið sömu daga. Þess-
ar tölur eru góður mælikvarði á
stærstu flóð eða mesta innrennsli í
umrædd stöðuvötn, og jafnframt hve
mikið vatnsnriðlun í Stífluvatni kann
að draga úr innrennsli í Miklavatn í
slíkunr flóðurn. í töflu I er sýnt mesta
5-daga innrennsli í Miklavatn an
vatnsmiðlunar fyrir hvert áranna 1954
— 1976 og jafnframt raunverulegt inn-
rennsli á sömu dögum. Á þessu 23ja
ára tímabili korna stærstu flóðin fjór-
tán sinnum fyrir í júnímánuði, fjór-
unr sinnum í maí og þrisvar í júlí.
Einu sinni urðu þau í apríl og einu
sinni í september. Af töflunni má
ráða, að í 11 af þeim 23 skiptum
(48%), sem hér um ræðir, hafi vatns-
miðlun Stífluvatns haft mjög líiil
áliril' á innrennsli í Miklavatn, með
því að í þessum 11 tilvikum nam inn-
rennsli í Miklavatn unr 96% af inn-
rennslinu í Stífluvatn. 1 12 af lrinunr
23 tilvikunr (52%) hafði vatnsmiðl-
unin hins vegar talsverð áhrif, þannig
að innrennslið í Miklavatn nam þá
nm 70% af heildar afrennsli vatna-
svæðis þess fyrir sönru daga. Fyrir
tímabilið senr heild nam hámarks inn-
rennslið að nreðaltali unr 82% af há-
27