Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 30
Unnsteinn Stefánsson og Björn Jóhannesson: Miklavatn í Fljótum Inngangur Miklavatn í Fljótum er allstórt stöðuvatn með afrennsli til sjávar um þröngan ós (1. mynd). Silungsveiði er talsverð í vatninu, og um það gengur lax í Fljótaá. Vitað er, að áður fyrr gekk sjávarfiskur einnig í vatnið um ós þess, bæði skarkoli og þorskur, og auk þess ufsi og síld. Að sögn kunn- ugra virtust kolinn, þorskurinn og ufsinn þrífast vel í vatninu, en síldin verr. Þessar tegundir, að síldinni und- anskilinni, voru oft veiddar í net undir ís á veturna með undirdrætti, en slíkar veiðar hafa ekki verið reynd- ar síðustu áratugina. Koli hefur þó af og til verið veiddur í lagnet að sumrinu, en hin síðari ár hefur afli verið rýr og matargæði koians þótt léleg. Sem dæmi um síldveiði í Mikla- vatni má nefna, að 12. júlí 1950 veidd- ust 30 síldar í dráttarnet undan Illuga- stöðuni, sem er nálægt þeim enda vatnsins, sem fjærstur er sjó. Einnig fékkst þá eitthvað af skarkola og einn þorskur. Síldin var rannsökuð á rann- sóknastofu Fiskideildar á Siglufirði og mældist frá 27—34 cm að lengd. í dagbók rannsóknastofunnar frá seinni hluta júlí 1950 má einnig lesa þessa athugasemd: „Síðast liðin 7—8 ár hef- ur síld veið/.t í vatninu af og til.“ Þessar upplýsingar bentu til þess, að saltur sjór hafi gengið langt inn í vatnið um ósinn. Það þótti því fróð- legt að kanna, livort slíkrar sjávar- blöndunar gætti enn i vatninu og þá með hverjum hætti. Forrannsókn var framkvæmd sum- arið 1976, en vegna óhagstæðs veðurs var gagnasöfnun mjög takmörkuð. Niðurstöður voru þó athyglisverðar. Þær bentu til þess, að milli 5 og 10 metra dýpis í vatninu séu sköip skil milli ferskvatns í efra lagi og sjávar- blöndu í neðra lagi, og að öllum lík- indum sé neðra lagið súrefnissnautt. Það virtist því ólíklegt, að lifvænleg skilyrði væru fyrir fiska og önnur dýr neðan a. m. k. 10 metra dýpis í Mikla- 1. mynd. Dýptarkort af Miklavatni, teiknað eftir korti, sem Vatnamælingar Orkustofnnnar gerffu á grundvelli dýptar- mælinga sumarið 1964. Örnefni eru sam- kvæmt upplýsingum Jóns K. Olafssonar, Haganesvík. Athuganastaðir í júní 1977 eru merktir á kortið. — A bathymetrical map of Lake Miklavatn, redrawn afler the map prepared by tlie Hydrological Division of the Nalioncd Energy Authority in 1964. Topographical names according to information from Jón K. Olafsson, Haganesvik. Stations occupied in June 1977 ure indicated. Náttúrufræðingurinn, 48 (1—2), 1978 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.