Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 47
þó um að ræða mjög lága seltu, nán-
ast svipað og finnst í öðrum fersk-
vatnskerfum, og eins og fyrr sagði,
hlýtur lóðrétt blöndun um seltu-
skiptalagið að vera mjög takmörkuð.
I>á er einnig liugsanlegt, að yfirborðs-
seltan í vatninu vaxi lítið eitt í átt
að sjó fyrir áhrif særoks.
Sé iitið á seltudreifinguna á snið-
inu þvert yfir vatnið (11. rnynd), kem-
ur skýrt fram, að í efra laginu hallar
jafnseltulínunum og þar með eðlis-
þyngdaryfirborðunum niður á við frá
vinstri til hægri, þegar horft er í átt
til sjávar. Samkvæmt því ætti yfir-
borðsstraum að leggja út eftir vatninu
til norðurs, og er það í fullu samræmi
við innrennsli í vatnið og útrennsli
um ós þess. Hér er þó aðeins um
meðallagsstraum að ræða. Yfirborðs-
straumar á vatninu hverju sinni hljóta
að fara að miklu leyti eftir vindátt.
Eins og fram kernur á 5. og 13.
mynd hrapar súrefnisstyrkurinn frá
hámarksgildi niður í núll á dýptar-
bilinu 7.5—9 metrar. Þar fyrir neðan
er súrefnissnautt með öllu, súlfíð til
staðar, og engar lífverur geta þrifist
þar nema anerobiskar bakteríur.
Seltudreifingin bendir til þess, að
ferska vatnið nái niður á 5—7 metra
og mjög lítil blöndun við saltvattn
verði í þessu efsta lagi. Á 7—8 m dýpi
kemst seltan upp í um það bil 5%c,
og nálægt 20/cc á 9 m dýpi. hað má
því Ijóst vera, að teljandi sjávarblönd-
unar ofan súrefnissnauða undirlags-
ins gætir varla nema á tveggja metra
bili, þ. e. milli um það bil 7 og 9
rnetra, og það er aðeins innan þessara
þröngu dýptarmarka, sem lífsskilyrði
kunna að vera fyrir sjávardýr við botn
vatnsins. Eins og sést á 15. mynd, er
15. mynd. Svæði í Miklavatni þar sem
a) Súrefnisauðugt ferskvatn nær til botns.
b) Saltblandað vatn (4—20%o) með merkj-
anlegu súréfnismagni nær til botns.
c) Salt (> 20%o) og súrefnissnautt vatn
er við botn.
Areas in Lahe Miklavatn, where
a) Oxygenated fresh water extends to the
botlom.
b) Brackish water (S: -l—20%o) with mea-
surable oxygen concentration is found
at tlie bottom.
c) Anoxic saltwaier (S > 20%c) is found
at the bollom.
hér um mjög lítið svæði að ræða, sem
er rninna en 8% af flatarmáli Mikla-
vatns. Þar fyrir innan, þ. e. í salta
vatninu (S > 20%o) á meira dýpi, er
lífvana ástand við botn, en fyrir utan,
þ. e. á minna dýpi en 7 m, er súrefnis-
41