Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 15
Tafla 2. Vatnasvæði á Hofsjökli. Water drainage basins to rivers of Hofsjökull. Jökulá Flatarmál km2 Rúmmál km3 Meðalþykkt m Þjórsá 433 101 233 Jökulkvísl (Jökulfall) 51 8 157 Blanda 226 51 226 Vestari-Jökulsá 94 24 255 Austari-Jökulsá 116 24 207 Ath. Nákvæmni í mati á flatarmáli er talin um 1%, 3% í meðalþykkt og 4% í rúmmáli. heildarrúmmál íss 48 km\ Þessar ár fá ekki ís frá hásléttunni, heldur ein- göngu frá norðurhlíðum jökulsins. Ákomusvæðið er nærri 130 km2 (ofan við 1200-1225 m) og þar er snjósöfnun nærri 2000 mm. Um 250 km3 af ís streyma niður á leysingarsvæðið, bráðna þar og bætast við rúmlega 100T06 m3 ársúrkomu og það jafngildir rúmlega 10 m3/s rennsli til ánna. Það er um 20% af rennsli Héraðsvatna þar sem Vestari- og Austari-Jökulsár renna saman (Sigurjón Rist, 1990). Þegar litið er á allan Hofsjökul má ætla að ákomusvæði hans sé um 60% af flatarmáli hans, um 550 km2. Snjó- söfnun er væntanlega að jafnaði nærri 2000 mm eða 1100T06 m3 á ári. Haldist jökullinn í jafnvægi bráðnar sama ís- magn af leysingarsvæðinu og að við- bættri úrkomu, sem ekki situr eftir á jöklinum, má ætla að afrennsli frá öll- um Hofsjökli sé að jafnaði nærri 50 m3/s. Það er um 1/8 af meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss. Við þetta mat á afrennsli er reiknað með því að jök- ullinn haldist í jafnvægi. Framan af þessari öld rýrnaði hins vegar jökull- inn verulega og afrennsli var því mun meira, - líklega svo nam 15-20%. Fari hlýnandi veðrátta í hönd mun hinn mikli vatnsforði, sem á liðnum árum hefur bundist í jöklinum, skila sér í auknum mæli í árnar. Heildar- rúmmál íss í öllum Hofsjökli er um 208 km3 og miðað við veðráttu, eins og hún er nú, er það jafnt snjósöfnun á ákomusvæði hans í tæp 200 ár. Bráðni allur jökullinn á næstu 200 ár- um við hlýnun vegna aukinna gróður- húsaáhrifa yki það afrennsli til ánna, sem frá honum falla um 30 m3/s að jafnaði yfir það tímabil eða um 60% frá því sem nú er. Væntanlega yxi af- rennsli hratt í fyrstu og næði hámarki, sem vel gæti numið tvöföldun frá því sem nú er, en síðan minnkaði vatns- rennsli þegar yfirborð jökulsins drag- ist saman. Hlýni á komandi árum um 2°C gætu hjarnmörk á jöklinum, að óbreyttri úrkomu, risið um allt að 300 m, náð 1400-1500 m hæð og ákomusvæðið yrði þá tæpir 200 km2 eða nærri 20% af núverandi flatarmáli jökulsins. Þá myndi Hofsjökull rýrna hratt því að svo lítið ákomusvæði gæti aðeins hald- ið við jökulkolli yfir öskjunni, sem sendi skriðjökla áleiðis niður hlíðar hennar. Hlýni hins vegar um 3°C og úrkoma héldist óbreytt hyrfi jökull væntanlega einnig úr öskjunni. Að 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.