Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 15
Tafla 2. Vatnasvæði á Hofsjökli. Water drainage basins to rivers of Hofsjökull.
Jökulá Flatarmál km2 Rúmmál km3 Meðalþykkt m
Þjórsá 433 101 233
Jökulkvísl (Jökulfall) 51 8 157
Blanda 226 51 226
Vestari-Jökulsá 94 24 255
Austari-Jökulsá 116 24 207
Ath. Nákvæmni í mati á flatarmáli er talin um 1%, 3% í meðalþykkt og 4% í
rúmmáli.
heildarrúmmál íss 48 km\ Þessar ár fá
ekki ís frá hásléttunni, heldur ein-
göngu frá norðurhlíðum jökulsins.
Ákomusvæðið er nærri 130 km2 (ofan
við 1200-1225 m) og þar er snjósöfnun
nærri 2000 mm. Um 250 km3 af ís
streyma niður á leysingarsvæðið,
bráðna þar og bætast við rúmlega
100T06 m3 ársúrkomu og það jafngildir
rúmlega 10 m3/s rennsli til ánna. Það
er um 20% af rennsli Héraðsvatna þar
sem Vestari- og Austari-Jökulsár
renna saman (Sigurjón Rist, 1990).
Þegar litið er á allan Hofsjökul má
ætla að ákomusvæði hans sé um 60%
af flatarmáli hans, um 550 km2. Snjó-
söfnun er væntanlega að jafnaði nærri
2000 mm eða 1100T06 m3 á ári. Haldist
jökullinn í jafnvægi bráðnar sama ís-
magn af leysingarsvæðinu og að við-
bættri úrkomu, sem ekki situr eftir á
jöklinum, má ætla að afrennsli frá öll-
um Hofsjökli sé að jafnaði nærri 50
m3/s. Það er um 1/8 af meðalrennsli
Þjórsár við Urriðafoss. Við þetta mat
á afrennsli er reiknað með því að jök-
ullinn haldist í jafnvægi. Framan af
þessari öld rýrnaði hins vegar jökull-
inn verulega og afrennsli var því mun
meira, - líklega svo nam 15-20%.
Fari hlýnandi veðrátta í hönd mun
hinn mikli vatnsforði, sem á liðnum
árum hefur bundist í jöklinum, skila
sér í auknum mæli í árnar. Heildar-
rúmmál íss í öllum Hofsjökli er um
208 km3 og miðað við veðráttu, eins
og hún er nú, er það jafnt snjósöfnun
á ákomusvæði hans í tæp 200 ár.
Bráðni allur jökullinn á næstu 200 ár-
um við hlýnun vegna aukinna gróður-
húsaáhrifa yki það afrennsli til ánna,
sem frá honum falla um 30 m3/s að
jafnaði yfir það tímabil eða um 60%
frá því sem nú er. Væntanlega yxi af-
rennsli hratt í fyrstu og næði hámarki,
sem vel gæti numið tvöföldun frá því
sem nú er, en síðan minnkaði vatns-
rennsli þegar yfirborð jökulsins drag-
ist saman.
Hlýni á komandi árum um 2°C gætu
hjarnmörk á jöklinum, að óbreyttri
úrkomu, risið um allt að 300 m, náð
1400-1500 m hæð og ákomusvæðið
yrði þá tæpir 200 km2 eða nærri 20%
af núverandi flatarmáli jökulsins. Þá
myndi Hofsjökull rýrna hratt því að
svo lítið ákomusvæði gæti aðeins hald-
ið við jökulkolli yfir öskjunni, sem
sendi skriðjökla áleiðis niður hlíðar
hennar. Hlýni hins vegar um 3°C og
úrkoma héldist óbreytt hyrfi jökull
væntanlega einnig úr öskjunni. Að
125