Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 25
Ólafur K. Nielsen Kynþroskaaldur og átthagatryggð fálka INNGANGUR Fálki (Falco rusticolus) er varpfugl á norðurhjara allt í kringum pólinn (Cade 1982). Lífshættir fálka hafa ver- ið rannsakaðir bæði vestan hafs og austan, einkum útbreiðsla, þéttleiki, varphættir og sumarfæða (sjá t.d. Hagen 1952, Cade 1960, Dementiew 1960, Platt 1977, Roseneau 1972, Ól- afur K. Nielsen 1986, Poole 1987). Ég hóf fálkarannsóknir á Norðaust- urlandi vorið 1981 og hef unnið þar á hverju ári síðan. Einn liður í þessu verkefni var að ákvarða afföll á full- orðnum fálkum. Þetta var gert með merkingum og endurteknum veiðum við sömu fálkaóðul. Of fáir fuglar náðust til að hægt væri að ráða í afföll en nokkrar upplýsingar fengust um kynþroskaaldur og átthagatryggð og verður fjallað um það hér. Þessir þættir í líffræði fálkans eru lítt þekktir og einu upplýsingarnar mér kunnar, sem byggja á merktum fuglum, eru frá íslandi. RANNSÓKNARSVÆÐI Unnið var í Þingeyjarsýslum. Vest- urmörk svæðisins eru um Köldukinn, Ljósavatnsskarð, Bárðardal og árdal Skjálfandafljóts allt suður að Kiðagili. Suðurmörkin eru um línu sem hugsast dregin úr Kiðagili um Hattöldu-Suð- urá-Sellandafjall-Bláfjall-Búrfell og í Jökulsá á Fjöllum skammt sunnan Hrossaborgar. Austurmörkin eru Jök- ulsá á Fjöllum að Hólssandi, og þaðan lína um Hafrafell-Sandfell-Fjallgarð- Blikalónsdal og í sjó við Blikalón. Norðurmörkin eru strandlengjan frá ósum Skjálfandafljóts austur til Blika- lóns á Sléttu, að Lundey á Skjálfanda og Mánáreyjum meðtöldum. Samtals gerir þetta um 5200 km2. Það sem öðru fremur einkennir þetta svæði eru víðáttumikil þurr heiðalönd. Einkennisgróður þing- eysku heiðanna eru ýmsir smárunnar, t.d. krækilyng (Empetrum nigrurrí), fjalldrapi (Betula nand), gulvíðir (Sal- ix phylicifolia), grávíðir (S. callicarpa- ea), sortulyng (Arctostaphylos uva- ursi), bláberjalyng (Vaccinium uligin- osum), beitilyng (Calluna vulgaris) og einir (Juniperus communis), einnig grös og fléttur. Þessi heiðalönd ná frá sjávarmáli upp í 500-600 m hæð. Stór hluti þeirra hefur eyðst vegna upp- blásturs, sérstaklega þau sem hæst 1‘ggja. Loftslag á svæðinu er með meiri meginlandsbrag en víðast hvar ann- ars staðar á landinu, þetta á þó sér- staklega við þegar fjær dregur sjó. Hlýjasti mánuður ársins er júlí og febrúar er kaldastur. Meðalhiti í júlí 1931-1960 var 10,2°C bæði á Húsa- vík og í Reykjahlíð við Mývatn, febrú- Náttúrufræðingurinn 60 (3), bls. 135-143, 1991. 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.