Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 22
5. mynd. Losun klórflúorkolefna út í andrúmsloftið á tímabilinu 1940-1985 samkvæmt
upplýsingum um framleiðslu og notkun efnanna í löndum sem eru á skrá hjá alþjóðleg-
um samtökum efnaframleiðenda (Chemical Manufacturers Association). Austantjalds-
löndin eru ekki meðtalin. The buildup of chlorofluorocarbons in the atmosphere from
1940 to 1985. The figures cover only countries reporting to the CMA (Chemical Manufact-
urers Association), and exclude, for example, the Eastern Bloc production of CFCs
(Gribbin 1988).
löndum einvörðungu. Þessi efni dreif-
ast um andrúmsloftið á Iöngum tíma,
fyrst um veðrahvolfið en síðar hærra
upp í heiðhvolfið. Vegna hvarftregðu
efnanna er líftími þeirra í veðrahvolf-
inu mjög langur. Líftími tríklórflúor-
metans í veðrahvolfinu hefir verið
áætlaður um 75 ár en um 110 ár fyrir
díklórflúormetan. I heiðhvolfinu geta
freonsameindir hins vegar rofnað líkt
og ósonsameindirnar eins og áður var
frá greint, t.d.
CC13F + hv -> C1 + CC12F (7)
(hv = ljóseind með bylgjulengd <240 nm)
Þannig myndast klórfrumeindir, sem
síðan geta virkað sem hvatar eins og
áður var greint frá ((5) og (6)). Þann-
ig getur eyðing ósons verið bein af-
leiðing af losun freons út í andrúms-
loftið.
A 2. mynd er heildarstyrkur líf-
rænna klórhaldandi efna (einkum
klórflúorkolefna), sem mældur var yf-
ir Halleyflóa, sýndur á sama línuritinu
og ósonstyrkurinn fyrir sömu hlut-
fallsbreytingu, en í öfuga stefnu (sjá
talnaskala fyrir lóðrétta ásinn á 2.
mynd). Þannig sést að lækkandi óson-
styrk fylgir aukinn styrkur klórhald-
andi efna. Þessi niðurstaða er ein
greinilegasta vísbendingin um að eyð-
ing ósonsins yfir Suðurheimskautinu
felst í niðurbroti þess við efnahvörf af
völdum freons. Þar eð áhrif klórfrum-
einda á niðurbrot ósons felur ekki í
sér eyðingu þeirra, er ljóst að ein og
sama klóreindin getur orsakað niður-
132