Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 39
annara líffæra eða fruma), fituefni (lipids), þvagefni (urea) og kreatínín (styrkur m.a. háður nýrnastarfsemi), og heildarprótín (heildarmagn eggja- hvítuefna, sem eru mikilvæg fyrir samsetningu blóðs t.d. vatnsinnihald þess o.fl.). í annari grein munum við fjalla um rannsóknir okkar á kynhor- mónum í blóði langreyða. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Langreyðarnar, sem sýnin voru tek- in úr, voru veiddar vestur og suðvest- ur af íslandi á árunum 1981-1986. Hvalveiðimenn tóku blóðsýni úr sporðæð dýranna, þegar þau voru dregin að skipshlið, eftir að hafa verið skutluð. Sýnin voru geymd við 4°C uns þau komu til hvalstöðvarinnar, en þá voru blóðkornin skilin frá og serm- ið (sermi er blóðvökvinn, sem situr ofan á blóðkornunum, þegar blóðið hefur staðið og storknað) geymt við —30°C og —80°C uns það var mælt. Sýni, sem voru mjög blóðlituð (ein- kenni um að rauð blóðkorn hafi sprungið og innihald þeirra, þar með hemoglobin (blóðrauði) farið í serm- ið) voru ekki tekin með í mælingarn- ar. Ef niðurstöður bentu til að sjór hefði blandast sýnunum, voru þær mælingar ekki teknar með í útreikn- inga á lokaniðurstöðum. Þvagsýni voru tekin frá blöðru á skurðarplani í hvalstöðinni. Framangreind efni voru mæld með stöðluðum aðferðum efnameinafræð- innar (clinical chemistry). Hormónin bæði voru mæld með geisla-ónæntis- aðferðum (radioimmunoassays), þar sem notuð voru mjög sértæk mótefni mynduð í kanínum (Matthías Kjeld 1975). Osmósuþrýstingur var mældur með frostmarkslækkunaraðferð (frost- markslækkun er í réttu hlutfalli við styrk efna í upplausn) og sýrustig með glerskautsmæli (glerelektróðu). NIÐURSTÖÐUR Styrkur hinna ýmsu efna, sem mæld voru í blóði, er sýndur í Töflu 1. Natríum-, kalíum- og klóríðgildin eru öll nokkru hærri (meira en 2 staðalfrá- vik) en meðalgildi fyrir menn (gefið í sviga), sem notuð eru til samanburðar fyrir spendýr á landi. Kalsíum- og prótíngildi eru hins vegar næstum þau sömu hjá báðum og kreatíningildin virðast svipuð. Þvagefni (urea) og þvagsýra skera sig úr, en þvagefnið er um 6 sinnum hærra og þvagsýran um 10 sinnum lægri í blóði langreyða heldur en í blóði manna. Fituefnin kólestról og þríglyceríð virðast svipuð að styrk- leika í blóði langreyða og manna. Meðalgildi kortisóls í blóði hval- anna mældist nálægt 15 sinnum lægra en í blóði manna, aldósterone gildið aftur á móti um tvisvar sinnum hærra en í liggjandi manni. 1 Töflu 2 eru sýndar niðurstöður á mælingum okkar á styrk nokkurra efna í þvagi langreyða. Langreyðurin hefur um 50% hærri natríum- og klór- styrk í þvagi en maðurinn. Aftur á móti er styrkur kalíums og þvagefnis svipaður og sá, sem finnst í þvagi manna. Ef gildi þau, sem finnast í þvagi langreyðanna eru borin saman við meðalgildi sjávar, sést að natríum og klóríð (sem mynda venjulegt salt, natríumklóríð, NaCl) eru lægri í þvag- inu en í sjónum, en kalíum unt 6 sinn- um hærra. Sýrustig þvags í hvölum reyndist svipað og í mönnum en os- mósuþrýstingur um 50% hærri í hvöl- unum, en þó lægri en í sjó. Þegar kortisólgildi voru borin sam- an við tímann, sem hvalurinn var eltur (eltitímann), þ.e. frá því að hann var fyrst séður og þar til að hann var skot- inn (oftast 0-120 mín.), fannst engin marktæk fylgni þar á milli, r. = 0,22. Sömuleiðis fannst engin fylgni á milli 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.