Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 58
an 205 x 106 m3 og jafndreifð á 168,8
km2 flöt er það 1210 mm meðalákoma
og 1850 mm meðalleysing, og þá hefur
þessi hluti jökulsins rýrnað um 640
mm vatns að meðaltali árið 1985-1986.
Þetta er ekki óeðlilegur munur því
eins og kort nr. 8 ber með sér þá er
afar mikill munur á þessum tveim
svæðum ofan til á jöklinum. Það er
annars e.t.v. ofrausn að vera með 2
aukastafi í rúmmálstölum í þessum
töflum en nákvæmnin er metin 5%
samkvæmt neðanmálsgrein.
Einstaka atriði má fetta fingur út í,
án þess að þau skipti verulegu máli.
Til dæmis væri snyrtilegra að jafna
talnadálka í töflum hægra megin og
láta kommuna í þeim standast á, en
þess er ekki allstaðar gætt í bókinni.
Nokkrar ritvillur og misræmi má
benda á, sumt augljóst en annað leyn-
ir á sér. I síðustu línu á bls. 3 vantar
þriðja síðasta orðið, væntanlega
„measurements“. I texta með mynd
nr. 1.6 stendur „View to the
west ....“, en á að vera „View to
the north . . . .“. Neðarlega á bls. 59
er tvívegis vísað í mynd 4.1 þegar átt
er við mynd 4.2. I haus á annarri
hverri síðu eru kaflafyrirsagnir. Þær
hafa farið á stjá í allmörgum tilvikum
og brenglast og auk þess vantar „F“ í
slíkan haus í heimildalistanum.
Nokkrar ljósmyndir eru birtar í
bókinni. Sumar þeirra hefði mátt lýsa
nokkuð að skaðlausu. Textin með
þeim hefði líka mátt vera allmiklu ít-
arlegri, því þar er mikinn fróðleik að
finna. Skaði er, að ekki skyldi finnast
betra eintak en raun ber vitni af mynd
Pálma Hannessonar á bls. 97. Það er
áhyggjuefni að myndir Pálma og fleiri
frá því fyrir stríð virðast vera að glat-
ast og væri ástæða til þess að safna
þeim sérstaklega og varðveita. Mynd-
ir hefðu að ósekju mátt vera mun
fleiri eins og t.d. af Grímsvötnum eftir
hlaup, af Skeiðará í hlaupi, úr mæl-
ingaleiðangri, af tækjum og svo mætti
lengi telja. Þessi ritgerð er vissulega
ekki hugsuð sem myndabók, en engu
að síður má sjá af myndum ýmislegt,
sem aldrei verður sagt í rituðu máli,
og vel valdar myndir eru ekki lýtir á
neinu riti.
Mér hefur boðið í grun, og þykir
staðfestast við lestur þessarar bókar,
að Islendingar standi fremst meðal
þjóða í þekkingu á jökulhlaupum,
bæði fræðilega og af reynslu. Væri
ástæða til að rækta þetta svið sérstak-
lega og færa meira af þeim fróðleik
fram erlendis.
Kunnur jöklafræðingur sagði eitt
sinn að örfáir eðlisfræðingar, sem
aldrei hafi stigið fæti á jökul, hafi lagt
meira fram til skilnings á jöklum held-
ur en hundruð jöklafara, sem mældu
afkomu og sporðabreytingar. Raunin
er, að hvorugur kemst af einn síns
liðs, og er mikil hætta á, að báðir
lendi á villigötum hafi þeir ekki við
störf hins að styðjast. í þessari bók
eru tengdar saman mælingar og eðlis-
fræðikenningar þar til kominn er heill
vefur, sem getur staðið undir miklum
frekari rannsóknum.
Þessi bók er tvímælalaust verðugur
fulltrúi í röð íslenskra jöklarita. Á hún
fullt erindi til jöklamanna, lærðra sem
leikra, hvar sem er í heiminum. Það
hefur þurft mikla einurð og elju að
mæla allt þetta flæmi og það við veð-
urlag, sem er hvað óblíðast hér á jörð.
í annan stað er mikið átak að koma
öllum þessum gögnum á framfæri svo
aðgengilega sem hér er gert. Því fer
þó fjarri, að komið sé að því að setjast
með hendur í skaut. Meira er eftir en
þegar er unnið og á ég ekki aðra ósk
betri til Helga og félaga hans en að
þeim megi auðnast að mæla það sem
eftir er af íslenskum jöklum í sömu
veru.
168